Handbolti

Guðmundur: Vantaði grimmd í okkur

Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar
Guðmundur Hólmar Helgason.
Guðmundur Hólmar Helgason. Fréttablaðið
Guðmundur Hólmar Helgason var ósáttur með sjálfan sig og fleiri eftir tapið fyrir FH í kvöld. Akureyri tapaði 20-24 fyrir Íslandsmeisturunum á heimavelli.

"Við byrjuðum mjög vel vorum að spila fyrir hvern annan. Þetta gekk smurt. Svo vantar allan hraða í liðið og við förum að spila sitt í hvoru horninu. Hættum að spila sem lið."

"Vörnin var ágæt og markvarslan fín. Bubbi var góður og Stebbi kom flottur inn."



"En ég og fleiri í sókninni vorum að klikka. Það vantaði bara ákveðni og grimmd í okkur til að klára þetta. Við hefðum alveg getað unnið þennan leik. Það var fyrir okkar mistök að við hleypum þeim inn í leikinn," sagði Guðmundur.

En hvaða áhrif hefur fjarvera Heimis Arnar Árnasonar, sem stýrir að öllu jafnan sóknaleik liðsins. "Vissulega skilur hann eftir sig stórt skarð. En við náum samt þessari forystu án hans og erum yfir í hálfleik. Við getum þetta alveg án hans."

"Það voru mörg smáatriði að klikka og það safnast saman í fjögurra marka tap. Þeir spiluðu fína vörn og Danni var góður í markinu. Ég held samt að ég hafi gefið á hann nokkrum sinnum, svo léleg voru skotin."



"Maður verður pirraður og hengir haus og það má ekki gerast," sagði Guðmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×