Látlaust eldist oftast best 29. september 2011 11:00 Birgir Þórarinsson er framkvæmdastjóri Birgisson. Mynd/Vilhelm Það borgar sig að vanda valið og velja úrvalsvörur. Látlaust og hlutlaust parket eldist oftast best," segir Birgir Þórarinsson, eigandi Birgisson í Ármúla 8. Hann er búinn að vera í bransanum í yfir þrjátíu ár og veit hvað hann syngur. Nú eru synir hans komnir í slaginn með honum. „Við byggjum á mikilli reynslu og erum með umboð fyrir þekkta framleiðendur í parketi, flísum og hurðum." Birgir tekur fram að Birgisson leggi áherslu á að bjóða úrvalsvöru á hagstæðu verði. Birgir hefur verið umboðsmaður fyrir sænska parketframleiðandann Kährs í 25 ár. „Búið er að selja yfir eina milljón fermetra af Kährs-parketi á Íslandi og það segir sína sögu um gæðin. Allir fagmenn þekkja það, enda hentar það vel íslenskum aðstæðum. Hér á landi eru nefnilega mjög öfgakenndar aðstæður. Við kyndum húsin mikið og rakastig í íbúðum getur verið mjög lágt. Þetta þurfum við að hafa í huga þegar við veljum parket." Eikin er langeftirsóttust í parketi og hefur verið frá upphafi, að sögn Birgis. „Markaðurinn vill náttúrulegt útlit á okkar tímum. Burstuð, hvíttuð og grábæsuð eik er vinsæl núna," segir hann. Tekur líka fram að undirlag undir parket þurfi að vera hljóðeinangrandi, bæði til að hljóð berist ekki milli hæða og endurkastist ekki um híbýlin. „Með því að vera með gott undirlag undir parketinu verður það líka höggþolnara, því að það gefur eftir." Þótt Birgisson sé nýtt fyrirtæki byggir það á gömlum grunni. „Starfsmennirnir eru allir með mikla reynslu og þekkingu þannig að það er ekki komið að kofunum tómum hér," segir Birgir. „Við leggjum áherslu á að veita vandaða og góða þjónustu." Stórar flísar - glæsilegt útlitÞorbjörn Guðmundsson í flísadeildinni.Mynd/Vilhelm Notkun gólfflísa hefur aukist á seinni árum að sögn Birgis í Birgisson. „Fólk notar flísarnar með parketi, þær eru settar á fleti sem mæðir á, eins og eldhús, hol og forstofur og auðvitað á baðherbergin. Stórar flísar njóta vinsælda núna. Þær gefa „grand" útlit," segir hann og nefnir flísar í stærðunum 80X80 og 45X90 og allt upp í 60X120. Agrob-Buchtal er vinsælt vörumerki í flísum. Einnig Casa Dolce Casa sem Birgir segir arkitekta sérlega hrifna af. „Við ráðleggjum eindregið gegnheilar gólfflísar," segir Birgir. „Framleiðendur eru komnir upp á gott lag með að steypa flísar sem líkjast mjög náttúrulegum steinflísum en þurfa minni meðhöndlun. Þær eru léttar í daglegum þrifum," segir hann og bendir á að dökk fúga sé einnig hentugri en ljós vegna þrifa. Hann segir mikilvægt að huga að rakadrægni flísa sem ætlaðar séu í sturtur. En hvaða litir eru vinsælastir? „Nú er grátt og beis algengast í gólfflísum og hvítar veggflísar í baðherbergi í mismunandi stærðum," segir Birgir. „Arkitektarnir velja oftast stílhreinar flísar enda koma þær flottast út." Sérblöð Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Það borgar sig að vanda valið og velja úrvalsvörur. Látlaust og hlutlaust parket eldist oftast best," segir Birgir Þórarinsson, eigandi Birgisson í Ármúla 8. Hann er búinn að vera í bransanum í yfir þrjátíu ár og veit hvað hann syngur. Nú eru synir hans komnir í slaginn með honum. „Við byggjum á mikilli reynslu og erum með umboð fyrir þekkta framleiðendur í parketi, flísum og hurðum." Birgir tekur fram að Birgisson leggi áherslu á að bjóða úrvalsvöru á hagstæðu verði. Birgir hefur verið umboðsmaður fyrir sænska parketframleiðandann Kährs í 25 ár. „Búið er að selja yfir eina milljón fermetra af Kährs-parketi á Íslandi og það segir sína sögu um gæðin. Allir fagmenn þekkja það, enda hentar það vel íslenskum aðstæðum. Hér á landi eru nefnilega mjög öfgakenndar aðstæður. Við kyndum húsin mikið og rakastig í íbúðum getur verið mjög lágt. Þetta þurfum við að hafa í huga þegar við veljum parket." Eikin er langeftirsóttust í parketi og hefur verið frá upphafi, að sögn Birgis. „Markaðurinn vill náttúrulegt útlit á okkar tímum. Burstuð, hvíttuð og grábæsuð eik er vinsæl núna," segir hann. Tekur líka fram að undirlag undir parket þurfi að vera hljóðeinangrandi, bæði til að hljóð berist ekki milli hæða og endurkastist ekki um híbýlin. „Með því að vera með gott undirlag undir parketinu verður það líka höggþolnara, því að það gefur eftir." Þótt Birgisson sé nýtt fyrirtæki byggir það á gömlum grunni. „Starfsmennirnir eru allir með mikla reynslu og þekkingu þannig að það er ekki komið að kofunum tómum hér," segir Birgir. „Við leggjum áherslu á að veita vandaða og góða þjónustu." Stórar flísar - glæsilegt útlitÞorbjörn Guðmundsson í flísadeildinni.Mynd/Vilhelm Notkun gólfflísa hefur aukist á seinni árum að sögn Birgis í Birgisson. „Fólk notar flísarnar með parketi, þær eru settar á fleti sem mæðir á, eins og eldhús, hol og forstofur og auðvitað á baðherbergin. Stórar flísar njóta vinsælda núna. Þær gefa „grand" útlit," segir hann og nefnir flísar í stærðunum 80X80 og 45X90 og allt upp í 60X120. Agrob-Buchtal er vinsælt vörumerki í flísum. Einnig Casa Dolce Casa sem Birgir segir arkitekta sérlega hrifna af. „Við ráðleggjum eindregið gegnheilar gólfflísar," segir Birgir. „Framleiðendur eru komnir upp á gott lag með að steypa flísar sem líkjast mjög náttúrulegum steinflísum en þurfa minni meðhöndlun. Þær eru léttar í daglegum þrifum," segir hann og bendir á að dökk fúga sé einnig hentugri en ljós vegna þrifa. Hann segir mikilvægt að huga að rakadrægni flísa sem ætlaðar séu í sturtur. En hvaða litir eru vinsælastir? „Nú er grátt og beis algengast í gólfflísum og hvítar veggflísar í baðherbergi í mismunandi stærðum," segir Birgir. „Arkitektarnir velja oftast stílhreinar flísar enda koma þær flottast út."
Sérblöð Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira