Gunnar Rúnar Sigurþórsson mætti ekki fyrir dóm þegar málflutningur í máli hans fór fram í Hæstarétti í gær.
Ákæruvaldið gerir kröfu í málinu um að Gunnar Rúnar verði metinn sakhæfur og hann verði dæmdur eftir hegningarlögum. Til vara er þess krafist að Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Gunnar Rúnar sé ósakhæfur og verði vistaður á þar til bærri stofnun.
Gunnar Rúnar hefur verið vistaður á réttargeðdeildinni á Sogni undanfarna mánuði, en hann var fundinn sekur um að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári.- jss