Lífið

Færri komast að en vilja

engin armbönd Ekki er nóg að eiga armband á Airwaves-hátíðina ætli menn að sjá Sinéad O´Connor í Fríkirkjunni.
engin armbönd Ekki er nóg að eiga armband á Airwaves-hátíðina ætli menn að sjá Sinéad O´Connor í Fríkirkjunni.
„Ég hvet alla sem vilja tryggja sér miða til að mæta snemma, koma með heitt kakó í brúsa og iPodinn og bíða bara spennt,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.

Þeir sem vilja tryggja sér miða á tónleika Sinéad O"Connor í Fríkirkjunni 14. október þurfa að mæta klukkan 11 um morguninn í plötubúðina Smekkleysu því ekki er nóg að hafa keypt armband á hátíðina. Aðeins fjögur hundruð miðar eru í boði á tónleikana og því komast færri að en vilja enda O"Connor einn þekktasti flytjandinn í ár. Sömu sögu er að segja af tónleikum Bjarkar í Silfurbergi í Hörpunni 12. og 16. október. Þar duga armböndin ekki og þurfa aðdáendur hennar því að mæta í Smekkleysu á tónleikadag og ná sér í miða. Aðeins 200 miðar eru í boði á hvora tónleika.

„Við höfum yfirleitt gert þetta þegar við höfum verið með stærri nöfn í Fríkirkjunni. Við gerðum þetta síðast með Kings of Convenience. Kirkjan tekur bara rúmlega 400 manns og til að koma í veg fyrir brjálaða röð beinum við fólki í Smekkleysubúðina að ná sér í miða,“ segir Kamilla.

Sinéad O"Connor hefur verið töluvert í fjölmiðlum að undanförnu vegna undarlegra ummæla á vefsíðu hennar. „Það voru nokkrar Twitter-sendingar sem fólk hafði áhyggjur af. En við höfum verið sannfærð um að hún sé í góðu stuði og verði með „über“ tónleika í Fríkirkjunni.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.