Tónlist

Sviti frá Jónsa í kaupbæti

sigur rós Hljómsveitin gefur í nóvember út tónleikaplötuna Inni.
sigur rós Hljómsveitin gefur í nóvember út tónleikaplötuna Inni.
Bútar úr fötum sem meðlimir Sigur Rósar klæddust á tónleikum í London fylgja með viðhafnarútgáfu af væntanlegri tónleikaplötu þeirra, Inni.

Að því er segir í tilkynningu frá sveitinni voru fötin straujuð en ekki þvegin. „Þannig að ef þú ert heppin(n) geturðu fengið smá svita frá Jónsa með í kaupbæti.“ Jónsi og félagar klæddust fötunum á tónleikum í Alexandra Palace í London 20. og 21. nóvember 2008 sem voru teknir upp og eru núna að koma út á tvöföldum geisladiski og mynddiski.

Fatabútarnir verða settir í númeruð umslög sem fylgja með viðhafnarútgáfunni, auk sjö tommu vínylplötu með hinu óútgefna lagi Lúppulagið og fleira góðgæti. Inni kemur úr 7. nóvember í Evrópu og viku síðar í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.