Hvar liggja skilin á milli sérhagsmuna og almannahagsmuna? 29. september 2011 06:00 Heita má að í hvert sinn, sem einhver hefur mótmælt núverandi áformum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, stígi Ólína Þorvarðardóttir fram og segi þennan og hinn í sérhagsmunagæslu. Hversu marga þarf eiginlega til að mótmæla þessu frumvarpi þannig að það sé skilgreint sem almannahagsmunir í huga þingmannsins? Í nýlegu útvarpsviðtali hafnaði Ólína því að setjast aftur að samningaborði um þetta mál. Hvers vegna skyldi það vera? Var það vegna þess að meirihluti sáttanefndarinnar svokölluðu komst að annarri niðurstöðu en hún vildi? Var lýðræðisást hennar ekki meiri en svo að hún gerði allt sem hún gat til að koma í veg fyrir að þær tillögur yrðu hafðar til hliðsjónar við gerð nýs frumvarps. Kolféll á prófinuÞrátt fyrir yfirlýsingar um annað, m.a. hennar eigin, lágu ekki fyrir neinar hagfræðilegar úttektir á afleiðingum þessa frumvarps áður en það var lagt fram. Handvalinn hagfræðingahópur sjávarútvegsráðherra fékk hins vegar það verkefni í kjölfarið. Skemmst er frá að segja að frumvarpið kolféll á því prófi. Ólína, sem alltaf veit betur, átti að sjálfsögðu svar við þessu í umræddu útvarpsviðtali: „…þó að hagfræðingur á launum hjá LÍÚ hafi ekki fengið að komast að allri undirbúningsvinnunni þá er ekki þar með sagt að hún hafi ekki verið unnin.“ Til hvers var ráðherra þá að setja þennan sérfræðihóp saman? Gleymdi stuðningsmaðurinnÞingmaðurinn fór að vanda mikinn í viðtalinu í þættinum Í bítið á Bylgjunni og vissi alltaf betur. Þegar spyrjandi hafði orð á því að leitun væri að einhverjum sem stutt hefðu frumvarpið sagði þingmaðurinn m.a.: „Það er ekki allt sem sýnist í þessari umræðu. Þau byggðarlög sem aðallega hafa mótmælt þessu … eru byggðarlög sem eru undir stjórn sjálfstæðismanna og þau hafa hærra í þessari umræðu. Það er bara þannig.“ Það verður að virða þingmanninum það til vorkunnar að hafa ekki í viðtalinu getað rifjað upp eina stuðningsmann frumvarpsins. Við sem fylgjumst með umræðunni munum eftir honum. Þetta er trillukall, sem var búinn að selja kvótann sinn fyrir drjúgan skilding og komst svo á strandveiðar og fékk nýjar veiðiheimildir gefins frá stjórnvöldum! Þorskveiðar smábáta úr 3% í 21% af heildarkvóta í þorskiTakmörkuð söguþekking þingmannsins á sjávarútvegi kom vel í ljós í viðtalinu. Þar kvartaði Ólína undan því að erfitt væri að stofna nýjar útgerðir og að þeir væru fáir sem það hefðu gert. Staðreyndin er sú að sett hafa verið á laggirnar nokkur sérgæskukerfi fyrir smábáta. Öll eiga þau það sammerkt að hafa að endingu orðið hluti af kvótakerfinu með tilheyrandi flutningi aflaheimilda frá þeim sem voru þar fyrir. Við upphaf kvótakerfisins fiskuðu smábátar um 16.800 tonn, þá var heildarveiði þorsks um 243.000 tonn. Í fyrra fiskuðu smábátarnir 76.000 tonn en þá var heildarkvóti þorsks 170.000 tonn. Einhverjir nýir hljóta því að hafa náð að hasla sér völl í þessari atvinnugrein. Þeir sem hæst láta yfir takmörkuðu aðgengi nýliða eru yfirleitt þeir sem eru búnir að selja frá sér veiðiheimildirnar og sumir oftar en einu sinni. Styttist í rauða spjaldiðÞað sem mér finnst sjálfum ósmekklegast í málflutningi þingmannsins er að hún skautar fram hjá upplýsingum, sem sem hún lætur gagngert safna saman fyrir sig og talar því ítrekað gegn betri vitund. Eins og þeir vita, sem hafa fylgst með málflutningi þingmannsins, hefur hún kvartað yfir hnignandi umræðuhefð á Íslandi. Í því samhengi hefur hún m.a. gripið til líkingamáls úr fótboltanum, að menn fari í manninn en ekki boltann. Eins og Ólína hefur spilað hlýtur að styttast í að henni verði sýnt rauða spjaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Heita má að í hvert sinn, sem einhver hefur mótmælt núverandi áformum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, stígi Ólína Þorvarðardóttir fram og segi þennan og hinn í sérhagsmunagæslu. Hversu marga þarf eiginlega til að mótmæla þessu frumvarpi þannig að það sé skilgreint sem almannahagsmunir í huga þingmannsins? Í nýlegu útvarpsviðtali hafnaði Ólína því að setjast aftur að samningaborði um þetta mál. Hvers vegna skyldi það vera? Var það vegna þess að meirihluti sáttanefndarinnar svokölluðu komst að annarri niðurstöðu en hún vildi? Var lýðræðisást hennar ekki meiri en svo að hún gerði allt sem hún gat til að koma í veg fyrir að þær tillögur yrðu hafðar til hliðsjónar við gerð nýs frumvarps. Kolféll á prófinuÞrátt fyrir yfirlýsingar um annað, m.a. hennar eigin, lágu ekki fyrir neinar hagfræðilegar úttektir á afleiðingum þessa frumvarps áður en það var lagt fram. Handvalinn hagfræðingahópur sjávarútvegsráðherra fékk hins vegar það verkefni í kjölfarið. Skemmst er frá að segja að frumvarpið kolféll á því prófi. Ólína, sem alltaf veit betur, átti að sjálfsögðu svar við þessu í umræddu útvarpsviðtali: „…þó að hagfræðingur á launum hjá LÍÚ hafi ekki fengið að komast að allri undirbúningsvinnunni þá er ekki þar með sagt að hún hafi ekki verið unnin.“ Til hvers var ráðherra þá að setja þennan sérfræðihóp saman? Gleymdi stuðningsmaðurinnÞingmaðurinn fór að vanda mikinn í viðtalinu í þættinum Í bítið á Bylgjunni og vissi alltaf betur. Þegar spyrjandi hafði orð á því að leitun væri að einhverjum sem stutt hefðu frumvarpið sagði þingmaðurinn m.a.: „Það er ekki allt sem sýnist í þessari umræðu. Þau byggðarlög sem aðallega hafa mótmælt þessu … eru byggðarlög sem eru undir stjórn sjálfstæðismanna og þau hafa hærra í þessari umræðu. Það er bara þannig.“ Það verður að virða þingmanninum það til vorkunnar að hafa ekki í viðtalinu getað rifjað upp eina stuðningsmann frumvarpsins. Við sem fylgjumst með umræðunni munum eftir honum. Þetta er trillukall, sem var búinn að selja kvótann sinn fyrir drjúgan skilding og komst svo á strandveiðar og fékk nýjar veiðiheimildir gefins frá stjórnvöldum! Þorskveiðar smábáta úr 3% í 21% af heildarkvóta í þorskiTakmörkuð söguþekking þingmannsins á sjávarútvegi kom vel í ljós í viðtalinu. Þar kvartaði Ólína undan því að erfitt væri að stofna nýjar útgerðir og að þeir væru fáir sem það hefðu gert. Staðreyndin er sú að sett hafa verið á laggirnar nokkur sérgæskukerfi fyrir smábáta. Öll eiga þau það sammerkt að hafa að endingu orðið hluti af kvótakerfinu með tilheyrandi flutningi aflaheimilda frá þeim sem voru þar fyrir. Við upphaf kvótakerfisins fiskuðu smábátar um 16.800 tonn, þá var heildarveiði þorsks um 243.000 tonn. Í fyrra fiskuðu smábátarnir 76.000 tonn en þá var heildarkvóti þorsks 170.000 tonn. Einhverjir nýir hljóta því að hafa náð að hasla sér völl í þessari atvinnugrein. Þeir sem hæst láta yfir takmörkuðu aðgengi nýliða eru yfirleitt þeir sem eru búnir að selja frá sér veiðiheimildirnar og sumir oftar en einu sinni. Styttist í rauða spjaldiðÞað sem mér finnst sjálfum ósmekklegast í málflutningi þingmannsins er að hún skautar fram hjá upplýsingum, sem sem hún lætur gagngert safna saman fyrir sig og talar því ítrekað gegn betri vitund. Eins og þeir vita, sem hafa fylgst með málflutningi þingmannsins, hefur hún kvartað yfir hnignandi umræðuhefð á Íslandi. Í því samhengi hefur hún m.a. gripið til líkingamáls úr fótboltanum, að menn fari í manninn en ekki boltann. Eins og Ólína hefur spilað hlýtur að styttast í að henni verði sýnt rauða spjaldið.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun