Skinner kveður The Streets 6. janúar 2011 15:30 Mike Skinner er maðurinn á bak við The Streets, sem gefur út sína fimmtu og síðustu plötu í næsta mánuði. nordicphotos/getty Fimmta og síðasta plata The Streets, Computers and Blues, er væntanleg í næsta mánuði. Forsprakkinn Mike Skinner er orðinn þreyttur á bandinu og vill feta nýjar slóðir í lífinu. Mike Skinner, maðurinn á bak við The Streets, hefur lýst því yfir að næsta plata sveitarinnar, Computers and Blues, verði sú síðasta. Hún kemur út í næsta mánuði og verður sú fimmta sem The Streets gerir fyrir útgáfufyrirtækið Warner. Þrátt fyrir miklar vinsældir undanfarin tíu ár er Skinner búinn að fá nóg og ætlar að snúa sér að öðrum verkefnum. „Ég hef verið að þessu í tíu ár og hef reynt að gera eitthvað alveg nýtt á hverri plötu. Sumar hafa fengið frábærar viðtökur en aðrar ekki og núna er ég uppiskroppa með efni,“ sagði Skinner í viðtali við breska sunnudagsblaðið The Observer og bætti því við að þetta væri síðasta stóra viðtalið sem hann myndi gefa. Hinn 32 ára Skinner sló í gegn með fyrstu plötu sinni Original Pirate Material árið 2002. Þar blés hann ferskum vindum inn í hiphop-heiminn með öðruvísi, sér-breskum hljómi þar sem hann söng á skondinn hátt um líf sitt á götum ensku borgarinnar Birmingham. Biðraðir eftir kebab-skyndibita, grasreykingar og kvennafar komu meðal annars við sögu. „Ég get ekki notfært mér dramatíkina í kringum morð og ofbeldi eins og rappið gerir. Þess vegna reyni ég að búa til eitthvað dramatískt úr engu,“ sagði Skinner um textagerð sína. Önnur plata The Streets, A Grand Don’t Come for Free, hlaut einnig góðar viðtökur og sér í lagi smáskífulagið Dry Your Eyes. Platan fór á toppinn í Bretlandi, rétt eins og sú næsta, The Hardest Way to Make an Easy Living. Síðasta plata The Streets, Everything Is Borrowed, náði á hinn bóginn aðeins sjöunda sætinu í Bretlandi, þó svo að viðtökur gagnrýnenda hafi verið fremur jákvæðar. Núna er svo komið að Skinner vill breyta til, leggja The Streets á hilluna og gera eitthvað allt annað. „Ég hef ekki áhuga á The Streets lengur. Ég hefði átt að breyta til fyrir löngu,“ sagði hann og bætti við að með nýju plötunni væri hann að kveðja fyrirtækið Warner. „Ég skrifaði undir fimm platna samning. Það hefði verið asnalegt að hætta með The Streets eftir fjórðu plötuna og gera síðan eina í viðbót bara til að uppfylla samninginn.“ Computers and Blues þykir á meðal hans bestu verka og lítur því allt út fyrir að The Streets muni hverfa af sjónarsviðinu með stæl en um leið mikilli eftirsjá tónlistaráhugamanna. freyr@frettabladid.is Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira
Fimmta og síðasta plata The Streets, Computers and Blues, er væntanleg í næsta mánuði. Forsprakkinn Mike Skinner er orðinn þreyttur á bandinu og vill feta nýjar slóðir í lífinu. Mike Skinner, maðurinn á bak við The Streets, hefur lýst því yfir að næsta plata sveitarinnar, Computers and Blues, verði sú síðasta. Hún kemur út í næsta mánuði og verður sú fimmta sem The Streets gerir fyrir útgáfufyrirtækið Warner. Þrátt fyrir miklar vinsældir undanfarin tíu ár er Skinner búinn að fá nóg og ætlar að snúa sér að öðrum verkefnum. „Ég hef verið að þessu í tíu ár og hef reynt að gera eitthvað alveg nýtt á hverri plötu. Sumar hafa fengið frábærar viðtökur en aðrar ekki og núna er ég uppiskroppa með efni,“ sagði Skinner í viðtali við breska sunnudagsblaðið The Observer og bætti því við að þetta væri síðasta stóra viðtalið sem hann myndi gefa. Hinn 32 ára Skinner sló í gegn með fyrstu plötu sinni Original Pirate Material árið 2002. Þar blés hann ferskum vindum inn í hiphop-heiminn með öðruvísi, sér-breskum hljómi þar sem hann söng á skondinn hátt um líf sitt á götum ensku borgarinnar Birmingham. Biðraðir eftir kebab-skyndibita, grasreykingar og kvennafar komu meðal annars við sögu. „Ég get ekki notfært mér dramatíkina í kringum morð og ofbeldi eins og rappið gerir. Þess vegna reyni ég að búa til eitthvað dramatískt úr engu,“ sagði Skinner um textagerð sína. Önnur plata The Streets, A Grand Don’t Come for Free, hlaut einnig góðar viðtökur og sér í lagi smáskífulagið Dry Your Eyes. Platan fór á toppinn í Bretlandi, rétt eins og sú næsta, The Hardest Way to Make an Easy Living. Síðasta plata The Streets, Everything Is Borrowed, náði á hinn bóginn aðeins sjöunda sætinu í Bretlandi, þó svo að viðtökur gagnrýnenda hafi verið fremur jákvæðar. Núna er svo komið að Skinner vill breyta til, leggja The Streets á hilluna og gera eitthvað allt annað. „Ég hef ekki áhuga á The Streets lengur. Ég hefði átt að breyta til fyrir löngu,“ sagði hann og bætti við að með nýju plötunni væri hann að kveðja fyrirtækið Warner. „Ég skrifaði undir fimm platna samning. Það hefði verið asnalegt að hætta með The Streets eftir fjórðu plötuna og gera síðan eina í viðbót bara til að uppfylla samninginn.“ Computers and Blues þykir á meðal hans bestu verka og lítur því allt út fyrir að The Streets muni hverfa af sjónarsviðinu með stæl en um leið mikilli eftirsjá tónlistaráhugamanna. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira