Innlent

Björgvin hlynntur veggjöldum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgvin G. Sigurðsson segir að gæta verði jafnræðis ef taka eigi upp vegtolla. Mynd/ Valli.
Björgvin G. Sigurðsson segir að gæta verði jafnræðis ef taka eigi upp vegtolla. Mynd/ Valli.
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar í suðurkjördæmi, segir koma til greina að taka upp notendagjöld fyrir vegi. Slík gjöld hafa stundum verið kallaðir vegtollar og hafa verið mikið í umræðunni, til dæmis vegna breikkunar Suðurlandsvegar.

Björgvin sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að tvennt hafi alltaf legið til grundvallar umræðunni um slík notendagjöld. „Það er að bensíngjöldin lækki á móti og að það er ekki um að ræða mismunun eftir búsetu," segir Björgvin Hann segir að jafnræði sé algjör forsenda fyrir gjöldum sem þessum. „Það er sama hvort þú ert að aka inn á Suðurlandsveg, Vesturlandsveg eða einhverja aðra braut þá greiðir þú rafrænt eitthvað lágt og hófstillt gjald í stað bensíngjaldsins. Þannig er komin réttlátari gjaldtaka en núna er," segir Björgvin.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, lýsti sig mótfallna hugmyndum um vegtolla í gær. Meðal annars á þeirri forsendu að þarna væri um tvísköttun að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×