Innlent

Arfgreiðslur margfaldast á milli ára

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margfalt fleiri erfðafjárskýrslur voru gerðar á nýliðnu árið heldur en árið 2009, samkvæmt tölum Sýslumannsins í Reykjavík.

Í tölunum kemur fram að í fyrra voru gerðar 1208 erfðafjárskýrslur en einungis 782 árið á undan. Á nýliðnu ári voru gerðar 680 erfðafjárskýrslur vegna dánarbúa en 507 á árinu á undan.

Aukningin er hins vegar mun meiri þegar kemur að erfðafjárskýrslum vegna fyrirframgreidds arfs en þær voru 528 á nýliðnu ári en 275 árið á undan. Lætur því nærri að slíkar skýrslur hafi tvöfaldast á milli ára. Ákveðið var fyrir áramót að tvöfalda erfðafjárskatt, úr 5% í 10%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×