Innlent

Björgólfur tapaði máli gegn RÚV

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson tapaði máli gegn RÚV fyrir siðanefndinni.
Björgólfur Thor Björgólfsson tapaði máli gegn RÚV fyrir siðanefndinni.
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Fréttastofa RÚV, Óðinn Jónsson fréttastjóri og Sigrún Davíðsdóttir fréttamaður hafi ekki gerst brotleg við siðareglur BÍ. Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður kærði umfjöllun í Speglinum á RÚV um aflandsfélög Landsbankans.

Í pistlinum var fjallað um ásakanir á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans um markaðsmisnotkun þeirra, þar sem þeir hafi ekki gert grein fyrir því með skýrum hætti, gagnvart verðbréfamarkaði, að svokölluð aflandsfélög sem skráð voru hluthafar í bankanum og versluðu með hlutabréf í honum, hafi raunverulega verið í eigu bankans eða tengdra aðila. Eitt þessara félaga Empennage var í pistlinum tengt nafni kæranda með orðunum að það væri „...samslungið Samson eignarhaldsfélagi í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og björgólfs Thors". Byggði Sigrún Davíðsdóttir umfjöllun sína m.a. á skýrslu rannsóiknarnefndar Alþingis oig lánayfirliti Kaupþings frá september 2008. Björgólfur taldi hins vegar að fréttamaðurinn hafi dregið rangar ályktanir af þessari umfjöllun í rannsóknarskýrslunni.

Siðanefndin féllst ekki á málatilbúnað Björgólfs og úrskurðaði að RÚV, Óðinn og Sigrún hefðu ekki gerst brotleg við siðareglur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×