Viðskipti erlent

Norskt námufélag finnur gull á Svalbarða

Norska námufélagið Store Norske hefur fundið gull á Svalbarða. Þetta kemur fram í frétt frá fréttastofunni NTB.

Námufélagið boraði 20 holur eftir gulli síðasta sumar á svæðinu umhverfis St. Johnsfjörðinn. Sýni sem tekin voru úr holunum og senda á rannsóknarstofur í Kanada og Svíþjóð sýna að gull er til staðar í berginu á þessum slóðum.

Hinsvegar liggur ekki fyrir hvort gullið sé í nægilegu magni til að það borgi sig að vinna það. Niðurstöðurnar eru hinsvegar það jákvæðar að Store Norske hefur beðið um leyfi til boranna á Svalbarða á komandi sumri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×