Lífið

Sömu áhrif og OK Computer

Serge Pizzorno, til vinstri, ásamt söngvaranum Tom Meighan. Ný plata með Kasabian er væntanleg.
nordicphotos/getty
Serge Pizzorno, til vinstri, ásamt söngvaranum Tom Meighan. Ný plata með Kasabian er væntanleg. nordicphotos/getty

Serge Pizzorno, gítarleikari Kasabian, vill að næsta plata sveitarinnar hafi sömu áhrif á hlustendur og OK Computer með Radiohead. „Ég stefni að einhverju álíka frábæru. Það er þessi tilfinning að láta gjörsamlega hrista upp í sér,“ sagði hann við NME.

Þrjú ár eru liðin síðan Kasabian sendi frá sér sína þriðju plötu, Ryder Pauper Lunatic Asylum. Hún var tilnefnd til bresku Mercury-verðlaunanna og var kjörin plata ársins hjá tónlistartímaritinu Q. Væntingarnar eru því miklar og Pizzorno hefur síður en svo slegið á þær með þessum nýjustu ummælum sínum. Kasabian, sem kemur frá Leicester á Englandi, hefur verið bókuð á hátíðirnar Isle Of Wight og RockNess í sumar og vonar Pizzorno að eitthvað verði komið út af nýju efni með hljómsveitinni fyrir þann tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.