Lífið

Enginn sáttmáli hjá Seth

Seth Rogen ætlar ekki að biðja unnustu sína um að skrifa undir hjónabandssáttmála áður en þau gifta sig.nordicphotos/getty
Seth Rogen ætlar ekki að biðja unnustu sína um að skrifa undir hjónabandssáttmála áður en þau gifta sig.nordicphotos/getty

Kanadíski gamanleikarinn Seth Rogen sagði í viðtali við Howard Stern að hann ætlaði ekki að gera hjónabandssáttmála áður en hann gengi í það heilaga með unnustu sinni, þjóninum Lauren Miller.

Parið hefur verið í sambandi frá árinu 2004 og bað Rogen unnustu sinnar í september síðastliðnum. Útvarpsmaðurinn Howard Stern spurði leikarann hvort hann mundi biðja Miller um að skrifa undir hjónabandssáttmála fyrir brúðkaupið, en slíkt er vinsælt meðal stjarnanna í Hollywood.

„Ég mun ekki biðja hana um það þrátt fyrir að margir hafi mælt með því. Hjónaband getur kostað sitt og ef ég tapa milljónum í kjölfarið þá sæi ég ekki eftir þeim fjármunum,“ sagði leikarinn sem bað unnustu sinnar á heldur óhefðbundinn hátt.

„Hún var að klæða sig og stóð þarna á nærbuxunum. Ég hafði þegar byrjað að bera fram spurninguna og ég hugsaði með mér: „Ansans. Hún stendur þarna á nærbuxunum, það var ekki hluti af planinu. Engin stúlka vill láta biðja sín á meðan hún stendur hálf nakin inni í fataskáp.“ En þá var orðið of seint að hætta við.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.