Strákarnir sem eiga hugi og hjörtu íslenskra ungmenna 3. janúar 2011 00:00 Alexander Briem, Atli Óskar Fjalarsson og Haraldur Ari Stefánsson eru heitustu drengirnir á Íslandi í dag. Atli Óskar og Haraldur Ari urðu miklir mátar þegar þeir fóru á kostum í unglingamyndinni Óróa sem naut mikilla vinsælda í sumar. Atli Óskar fer með stórt hlutverk í kvikmyndinni Gauragangi sem frumsýnd var á annan í jólum og þar þykir Alexander Briem fara á kostum í hlutverki Orms Óðinssonar. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er að Alexander og Haraldur eru bestu vinir. „Við kynntumst í gegnum sameiginlega vini í menntaskóla og vorum svona kunningjar þá. Síðan urðum við bestu vinir þegar við fórum að vinna saman á Karamba,“ segir Haraldur Ari, sem er skráður töframaður í símaskrá og er liðsmaður í Retro Stefson, einni vinsælustu hljómsveit landsins. Haraldur Ari segist ekki hafa gengið með kvikmyndastjörnudrauminn í maganum en hann á ekki langt að sækja hæfileikana, faðir hans er Stefán Jónsson, prófessor í leiklist við Listaháskóla Íslands. „Ég var viðloðandi leikhúsin frá barnsaldri og hafði þetta alltaf bak við eyrað. Svo kom þetta hálfpartinn aftan að manni í menntaskóla þegar maður fór að leika með leikfélaginu þar,“ segir Haraldur, sem býst fastlega við því að gera eitthvað meira með leiklistina í framtíðinni. Alexander hefur hins vegar alltaf gengið með þann draum í maganum að verða kvikmyndastjarna og er kominn nokkuð langt á leið með þann draum. Gauragangur hefur fengið prýðisgóða dóma en Alexander hefur hins vegar enn ekki fengið að kynnast einum af sætum bikurum frægðarinnar, vinabeiðnir frá hinu kyninu á Facebook eru ekki enn orðnar óeðlilega margar. „Ekkert í líkingu við það sem Óróastrákarnir hafa sagt mér, þeir státa af miklu, miklu fleiri. En það er aldrei að vita, kannski stend ég uppi sem lúmskur sigurvegari að lokum.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulan Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
Alexander Briem, Atli Óskar Fjalarsson og Haraldur Ari Stefánsson eru heitustu drengirnir á Íslandi í dag. Atli Óskar og Haraldur Ari urðu miklir mátar þegar þeir fóru á kostum í unglingamyndinni Óróa sem naut mikilla vinsælda í sumar. Atli Óskar fer með stórt hlutverk í kvikmyndinni Gauragangi sem frumsýnd var á annan í jólum og þar þykir Alexander Briem fara á kostum í hlutverki Orms Óðinssonar. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er að Alexander og Haraldur eru bestu vinir. „Við kynntumst í gegnum sameiginlega vini í menntaskóla og vorum svona kunningjar þá. Síðan urðum við bestu vinir þegar við fórum að vinna saman á Karamba,“ segir Haraldur Ari, sem er skráður töframaður í símaskrá og er liðsmaður í Retro Stefson, einni vinsælustu hljómsveit landsins. Haraldur Ari segist ekki hafa gengið með kvikmyndastjörnudrauminn í maganum en hann á ekki langt að sækja hæfileikana, faðir hans er Stefán Jónsson, prófessor í leiklist við Listaháskóla Íslands. „Ég var viðloðandi leikhúsin frá barnsaldri og hafði þetta alltaf bak við eyrað. Svo kom þetta hálfpartinn aftan að manni í menntaskóla þegar maður fór að leika með leikfélaginu þar,“ segir Haraldur, sem býst fastlega við því að gera eitthvað meira með leiklistina í framtíðinni. Alexander hefur hins vegar alltaf gengið með þann draum í maganum að verða kvikmyndastjarna og er kominn nokkuð langt á leið með þann draum. Gauragangur hefur fengið prýðisgóða dóma en Alexander hefur hins vegar enn ekki fengið að kynnast einum af sætum bikurum frægðarinnar, vinabeiðnir frá hinu kyninu á Facebook eru ekki enn orðnar óeðlilega margar. „Ekkert í líkingu við það sem Óróastrákarnir hafa sagt mér, þeir státa af miklu, miklu fleiri. En það er aldrei að vita, kannski stend ég uppi sem lúmskur sigurvegari að lokum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulan Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira