Streita hefur aukist hjá konum eftir hrun Lillý Valgerður Pétursdóttir. skrifar 25. maí 2011 18:45 Efnahagshrunið hefur haft meiri áhrif á heilsu kvenna hér á landi en karla samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna. Streita meðal kvenna hefur aukist töluvert eftir hrun. Á sama tíma hefur hefur nýburum með lága fæðingarþyngd fjölgað. Síðustu ár hefur hópur fræði- og vísindamanna unnið að fjölda rannsókna á áhrifum efnahagshrunsins á heilsu og líðan Íslendinga. Fyrstu niðurstöður eru nú að líta dagsins ljós. Niðurstöður rannsóknanna verða kynntar á fyrirlestri í Þjóðminjasafninu á morgun. Unnur Valdimarsdóttir forstöðumaður miðstöðvar í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands hefur haft yfirumsjón með verkefninu. Hún segir að fyrstu niðurstöður bendi til þess að áhrifin séu mest meðal kvenna. Það hafi komið á óvart. Niðurstöðurnar sýni að upplifun á sálrænni streitu sé að aukast eftir hrunið, langmest á meðal kvenna. Streita hefur einnig aukist meðal þeirra sem misst hafa vinnuna og þeirra sem tilheyra millitekjuhópum. Endanlegar tölur um aukningu streitu meðal kvenna liggja ekki fyrir en marktækt aukin áhætta á háu streitustigi er í kringum þriðjungur. Um ástæðurnar fyrir þessari auknu streitu segir Unnur að þær geti verið ýmsar. Rannsóknir bendi til að konur séu viðkvæmari fyrri áföllum. Það megi líka vel vera að fjármál fjölskyldunnar snerti þær meira og að þær séu óöruggari á vinnumarkaðnum. Enn sé verið að rýna í gögnin til að leita skýringa. Streituaukningin er mest hjá konum á milli tvítugs og þrítugs og konum í kringum eftirlaunaaldur. Unnur segir að streitan geti haft margvísleg áhrif. Meðal annars sé verið að skoða tengsl milli aukinnar streitu og þess að nýburum með lága fæðingarþyngd hafi fjölgað eftir hrun. Það er börnum sem fæðast undir 2500 grömmum. Unnur segir að streita móður geti vissulega haft áhrif á vöxt fóstursins svo og það ef hún breytir neysluvenjum sínum á meðgöngunni. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Efnahagshrunið hefur haft meiri áhrif á heilsu kvenna hér á landi en karla samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna. Streita meðal kvenna hefur aukist töluvert eftir hrun. Á sama tíma hefur hefur nýburum með lága fæðingarþyngd fjölgað. Síðustu ár hefur hópur fræði- og vísindamanna unnið að fjölda rannsókna á áhrifum efnahagshrunsins á heilsu og líðan Íslendinga. Fyrstu niðurstöður eru nú að líta dagsins ljós. Niðurstöður rannsóknanna verða kynntar á fyrirlestri í Þjóðminjasafninu á morgun. Unnur Valdimarsdóttir forstöðumaður miðstöðvar í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands hefur haft yfirumsjón með verkefninu. Hún segir að fyrstu niðurstöður bendi til þess að áhrifin séu mest meðal kvenna. Það hafi komið á óvart. Niðurstöðurnar sýni að upplifun á sálrænni streitu sé að aukast eftir hrunið, langmest á meðal kvenna. Streita hefur einnig aukist meðal þeirra sem misst hafa vinnuna og þeirra sem tilheyra millitekjuhópum. Endanlegar tölur um aukningu streitu meðal kvenna liggja ekki fyrir en marktækt aukin áhætta á háu streitustigi er í kringum þriðjungur. Um ástæðurnar fyrir þessari auknu streitu segir Unnur að þær geti verið ýmsar. Rannsóknir bendi til að konur séu viðkvæmari fyrri áföllum. Það megi líka vel vera að fjármál fjölskyldunnar snerti þær meira og að þær séu óöruggari á vinnumarkaðnum. Enn sé verið að rýna í gögnin til að leita skýringa. Streituaukningin er mest hjá konum á milli tvítugs og þrítugs og konum í kringum eftirlaunaaldur. Unnur segir að streitan geti haft margvísleg áhrif. Meðal annars sé verið að skoða tengsl milli aukinnar streitu og þess að nýburum með lága fæðingarþyngd hafi fjölgað eftir hrun. Það er börnum sem fæðast undir 2500 grömmum. Unnur segir að streita móður geti vissulega haft áhrif á vöxt fóstursins svo og það ef hún breytir neysluvenjum sínum á meðgöngunni.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira