Lífið

Maria Shriver ræður spæjara

Arnold má eiga von á því að allt óhreint mjöl í pokahorninu verði dregið fram í dagsljósið.
Arnold má eiga von á því að allt óhreint mjöl í pokahorninu verði dregið fram í dagsljósið.
Maria Shriver hefur ráðið einkaspæjara til að rannsaka þær fullyrðingar að fyrrverandi eiginmaður hennar, Arnold Schwarzenegger, eigi fleiri en eitt barn utan hjónabands þeirra. Þetta kom fram á fréttasíðunni RadarOnline.com.

Í bandarískum fréttum hefur mikið verið fjallað um að Schwarzenegger eigi jafnvel tvö börn til viðbótar við soninn sem hann eignaðist með Mildred Patriciu Baena, þernu þeirra hjóna. Leikkonan Jane Seymour fullyrti þetta við bandarísku pressuna og upplýsti jafnframt að allt þetta havarí í kringum Schwarzenegger hefði síður en svo komið henni á óvart, hún hefði alltaf vitað að hann væri ekki við eina fjölina felldur. Seymour baðst seinna meir afsökunar á þessum ummælum, sagði að hún hefði enga vitneskju um fjölskyldulíf Schwarzenegger-fjölskyldunnar og að hún hefði bara verið að vísa í umræðu fjölmiðla.

Skilnaður Schwarzeneggers og Shriver hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og þær sögusagnir hafa verið á kreiki að Shriver sjálf hafi lekið fréttinni um lausaleikskróga eiginmannsins í Los Angeles Times. Slíkt hefur hins vegar ekki fengist staðfest. Shriver hefur hins vegar ráðið sér lögfræðing af dýrari gerðinni, sjálfa Lauru Wasser, og hyggst ekki gefa neitt eftir í skilnaðarmálinu sjálfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.