Lífið

Föstudagur: Best klædda kona ársins 2010

Árið er á enda og fólk keppist við að gera það upp á ýmsan hátt. Föstudagur fékk til liðs við sig nokkra góða tískuspekúlanta til að aðstoða við valið á best klæddu konu ársins 2010. Álitsgjafarnir voru Heba Hallgrímsdóttir, Stefán Svan Aðalheiðarson, Una Hlín Kristjánsdóttir, Ellen Loftsdóttir, Andrea Magnúsdóttir og Andrea Brabin.

Söngkonan Ragnhildur Gísladóttir var kosin best klædda kona ársins og sigraði með yfirburðum. Í öðru sæti var Svala Björgvinsdóttir og þriðja sætinu deildu smekkkonurnar Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Brynja Nordquist flugfreyja.

1. sæti

Ragnhildur Gísladóttir söngkona

Hvernig mundir þú lýsa þínum persónulega stíl?

„Hann er „allt er leyfilegt" stíllinn. Ég blanda ólíkum hlutum og stílum saman, mér líkar sérstaklega vel við 50's og 60's stílinn sem og föt með japönsku elementi."

Spáir þú mikið í tískuna yfirleitt eða klæðistu bara því sem þér þykir fallegt óháð straumum og stefnum?

„Ég á ekki mikið af fötum og fer rosalega vel með það sem ég á. Ég tek gjarnan fram föt sem ég hef geymt lengi og set þau í nýtt hlutverk. Ég blanda einnig kven- og karlmannsfötum saman og gæti þess vegna verið í flíkum frá Ellingsen, Byko og Guðsteini á sama tíma. Stundum rissa ég á blað einhverja línu og læt sauma fyrir mig eða geri það sjálf. Ég læt gjarnan sauma nokkrar flíkur eftir sama sniðinu og þá úr ólíkum efnum."

Áttu þér uppáhaldshönnuð?

„Ég fylgist nokkuð vel með því sem er í gangi í fatahönnun en er langt frá því að vera tískuþræll og er ekki komin það langt að ég leggi sérstaklega á minnið nöfn hönnuða."

Áttu þér þína eigin tískufyrirmynd? Og hvað finnst þér um það að vera sjálf orðin að tískufyrirmynd?

„Ég hef aldrei séð mig sem tískufyrirmynd en geri kannski ráð fyrir því að einhverjir fleiri fíli það sem ég sé í speglinum. Að klæða sig er sköpun á einhvers konar listaverki og það er gaman."



2. sæti

Svala Björgvinsdóttir söngkona

„Svala er alveg með á hreinu hvað er í tísku og prófar sig áfram með góðum árangri. Kann að blanda saman klassík með tískubólum." - Stefán Svan Aðalheiðarson



3. - 4. sæti

Ragna Árnadóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra


„Sláandi glæsileg kona, stílhrein en megatöffari. Kann að velja sér klassískar flíkur með tvisti og hárgreiðslan er alveg að gera topp hluti."

- Stefán Svan Aðalheiðarson

3. - 4. sæti

Brynja Nordquist flugfreyja


„Mér finnst Brynja alltaf flott og með puttann á púlsinum. Klassakona með sinn eigin stíl."

- Heba Hallgrímsdóttir

Þessar voru einnig tilnefndar:

Tinna Bergsdóttir fyrirsæta

„Tinna er alltaf skrefinu á undan þegar kemur að tísku. Algjör töffari og það er alltaf eins og hún sé nýstigin af tískupallinum." - Heba Hallgrímsdóttir

Björk Guðmundsdóttir söngkona

„Einn mesti tískumógull sem landið hefur alið af sér. Hún hefur komið einhverjum af færustu hönnuðum heims á framfæri, eins og Marjan Pejoski, Alexander McQueen, Jeremy Scott og nú síðast Michel Van Der Ham." - Ellen Loftsdóttir

Dorrit Moussaieff forsetafrú

„Alltaf flott. Klassadama."

- Una Hlín Kristjánsdóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.