Siðleysi og pólitísk áhætta Magnús Halldórsson skrifar 27. nóvember 2011 09:00 Ögmundur Jónasson lét þau orð falla í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, sl. föstudag, að hann vildi banna erlenda fjárfestingu hér á landi. Orðrétt sagði Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Ég var svolítið hugsi yfir þessum ummælum. Ástæðan er m.a. þessi: Við Íslendingar eigum allt undir því að fjárfesta í útlöndum. Sérstaklega á það við um auðlindir annarra landa, en fyrirtæki sem nýta þær eru oftar en ekki stór hluti af eignasafni sjóða sem sjá um að ávaxta erlendar eignir lífeyrissjóðanna. Þær eru um 500 milljarðar króna og skipta sköpum fyrir efnahag landsins. Þær björguðu lífeyrissjóðakerfinu í hruninu þar sem þær voru varðar fyrir gengisfallinu, og unnu upp á móti tapinu hér heima. Allir lífeyrissjóðirnir vilja ólmir fjárfesta meira í útlöndum, græða á auðlindum þar. Í augnablikinu koma höftin í veg fyrir það, en það sem er í útlöndum eru mikilvægar eignir. Mér finnst afstaða Ögmundar, sem var stjórnarformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um tíma – sem ávaxtar sjóð sinn m.a. með auðlindum annarra ríkja – vera grunnhyggin, beinlínis heimskuleg. Ísland getur ekki bannað alla erlenda fjárfestingu hér á landi, en á sama tíma fjárfest í öðrum ríkjum fyrir mörg hundruð milljarða, nema að hafa einlægan vilja til þess að einangra landið og veikja framtíðarmöguleika komandi kynslóða á betra lífi. Kannski er það of stórt til orða tekið að tala um þessa afstöðu sem siðlausa, í ljósi þessa augljósa tvískinnungs sem við blasir, en það er samt nærri lagi. Varðandi ákvörðun Ögmundar um beiðni kínverska fjárfestisins Nubo um að kaupa hluta af Grímsstöðum á fjöllum, þá held ég að afleiðingarnar, pólitískt og efnahagslega, verði þessar:I. Þetta verður geymt en ekki gleymt í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, sem er fyrsti þingmaður NA-kjördæmis. Pólitísku lífi Þuríðar Backman og Björns Vals Gíslasonar lýkur í næstu kosningum. Fylgið mun hrynja af flokknum í helsta vígi flokksins. Ákvörðunin um þetta - ásamt erfiðum og óvinsælum ákvörðunum - tryggir það.II. Þetta mun hafa djúpstæð áhrif á samstarf VG og Samfylkingarinnar, og líklega útiloka möguleika á því að flokkarnir starfi áfram eftir næstu kosningar. En eins ótrúlegt og það hljómar þá heldur ESB-umsóknin ríkisstjórninni saman núna. Ef Samfylkingin myndi slíta samstarfinu, og reyna að mynda nýja ríkisstjórn með þeim kostum sem eru í boði, þá yrði aðildarumsóknin úr sögunni, ferlinu yrði sjálfhætt. Þess vegna mun þetta ekki sprengja ríkisstjórnina held ég, heldur vera innanmein hennar fram að næstu kosningum. Auk þess er raunverulegur leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J., ekki að fara láta þetta mál stöðva stóru áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda - sem Ögmundur hefur alltaf barist gegn með öllum tiltækum ráðum. Henni er ekki lokið enn, þrátt fyrir útskriftarveislu. Pólitískt líf áætlunarinnar lifir fram að næstu kosningum.III. Efnahagslega hefur nú verið staðfest, með afgerandi hætti, áhættuþáttur sem tilheyrir ríkjum þar sem spilling og glundroði er hluti af daglegu lífi og eitthvað sem fjárfestar þurfa að horfa til. Þetta á t.d. við um Nígeríu, Rússland og Mið-Austurlönd. Áhættuþátturinn er pólitísk áhætta. Gjaldeyrishöftin eru eitt, krónan annað og svo framvegis. En pólitíkin er fullkomlega óútreiknanleg í augnablikinu og bilið á milli stjórnarflokkanna hefur aldrei verið stærra. Það er erfitt að segja til um hver vilji stjórnvalda er þegar kemur að eflingu fjárfestingar, en Seðlabanki Íslands telur lágt stig fjárfestingar vera alvarlegasta vanda hagkerfisins í augnablikinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson lét þau orð falla í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, sl. föstudag, að hann vildi banna erlenda fjárfestingu hér á landi. Orðrétt sagði Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Ég var svolítið hugsi yfir þessum ummælum. Ástæðan er m.a. þessi: Við Íslendingar eigum allt undir því að fjárfesta í útlöndum. Sérstaklega á það við um auðlindir annarra landa, en fyrirtæki sem nýta þær eru oftar en ekki stór hluti af eignasafni sjóða sem sjá um að ávaxta erlendar eignir lífeyrissjóðanna. Þær eru um 500 milljarðar króna og skipta sköpum fyrir efnahag landsins. Þær björguðu lífeyrissjóðakerfinu í hruninu þar sem þær voru varðar fyrir gengisfallinu, og unnu upp á móti tapinu hér heima. Allir lífeyrissjóðirnir vilja ólmir fjárfesta meira í útlöndum, græða á auðlindum þar. Í augnablikinu koma höftin í veg fyrir það, en það sem er í útlöndum eru mikilvægar eignir. Mér finnst afstaða Ögmundar, sem var stjórnarformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um tíma – sem ávaxtar sjóð sinn m.a. með auðlindum annarra ríkja – vera grunnhyggin, beinlínis heimskuleg. Ísland getur ekki bannað alla erlenda fjárfestingu hér á landi, en á sama tíma fjárfest í öðrum ríkjum fyrir mörg hundruð milljarða, nema að hafa einlægan vilja til þess að einangra landið og veikja framtíðarmöguleika komandi kynslóða á betra lífi. Kannski er það of stórt til orða tekið að tala um þessa afstöðu sem siðlausa, í ljósi þessa augljósa tvískinnungs sem við blasir, en það er samt nærri lagi. Varðandi ákvörðun Ögmundar um beiðni kínverska fjárfestisins Nubo um að kaupa hluta af Grímsstöðum á fjöllum, þá held ég að afleiðingarnar, pólitískt og efnahagslega, verði þessar:I. Þetta verður geymt en ekki gleymt í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, sem er fyrsti þingmaður NA-kjördæmis. Pólitísku lífi Þuríðar Backman og Björns Vals Gíslasonar lýkur í næstu kosningum. Fylgið mun hrynja af flokknum í helsta vígi flokksins. Ákvörðunin um þetta - ásamt erfiðum og óvinsælum ákvörðunum - tryggir það.II. Þetta mun hafa djúpstæð áhrif á samstarf VG og Samfylkingarinnar, og líklega útiloka möguleika á því að flokkarnir starfi áfram eftir næstu kosningar. En eins ótrúlegt og það hljómar þá heldur ESB-umsóknin ríkisstjórninni saman núna. Ef Samfylkingin myndi slíta samstarfinu, og reyna að mynda nýja ríkisstjórn með þeim kostum sem eru í boði, þá yrði aðildarumsóknin úr sögunni, ferlinu yrði sjálfhætt. Þess vegna mun þetta ekki sprengja ríkisstjórnina held ég, heldur vera innanmein hennar fram að næstu kosningum. Auk þess er raunverulegur leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J., ekki að fara láta þetta mál stöðva stóru áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda - sem Ögmundur hefur alltaf barist gegn með öllum tiltækum ráðum. Henni er ekki lokið enn, þrátt fyrir útskriftarveislu. Pólitískt líf áætlunarinnar lifir fram að næstu kosningum.III. Efnahagslega hefur nú verið staðfest, með afgerandi hætti, áhættuþáttur sem tilheyrir ríkjum þar sem spilling og glundroði er hluti af daglegu lífi og eitthvað sem fjárfestar þurfa að horfa til. Þetta á t.d. við um Nígeríu, Rússland og Mið-Austurlönd. Áhættuþátturinn er pólitísk áhætta. Gjaldeyrishöftin eru eitt, krónan annað og svo framvegis. En pólitíkin er fullkomlega óútreiknanleg í augnablikinu og bilið á milli stjórnarflokkanna hefur aldrei verið stærra. Það er erfitt að segja til um hver vilji stjórnvalda er þegar kemur að eflingu fjárfestingar, en Seðlabanki Íslands telur lágt stig fjárfestingar vera alvarlegasta vanda hagkerfisins í augnablikinu.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun