Áhyggjur vegna vanda Ítalíu magnast 9. nóvember 2011 20:30 Silvio Berlusconi er ekki vandamál Ítalíu, heldur alltof miklar skuldir og lokaðir lánamarkaðir. Áhyggjur fjárfesta af fjárhagsvanda Ítalíu hafa magnast í dag, þvert á það sem margir höfðu spáð fyrir um fyrir sólarhring síðan. Á vefsíðu Wall Street Journal í gær kom meðal annars fram að fjárfestar horfðu til þess með tilhlökkun að Silvio Berlusconi væri að hætta störfum. Yfirlýsing hans um að hann væri á útleið úr stjórnmálum sló hins vegar ekkert á þróunina á lánsfjármörkuðum. Áhættuálag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu hækkaði snögglega í dag upp fyrir sjö prósent. Þetta þýðir að landið getur ekki endurfjármagnað skuldir sínar á þeim kjörum sem bjóðast nú. Vandinn er að þungir gjalddagar á lánum eru framundan. Fjárfestar trúa því að Ítalía muni ekki geta borgað þegar á hólminn er komið, og því hefur áhættuálagið á landið hækkað stöðugt. Fastlega er þó búist við að Seðlabanki Evrópu muni koma landinu til bjargar, en þó með þeim formerkjum, að stjórnvöld á Ítalíu verði búin að grípa til aðgerða í ríkisfjármálum sem gera það raunhæft að stunda undir skuldabyrði landsins. Til viðbótar við slæma stöðu ríkisins bætist síðan veikburða fjármálakerfi en lánshæfiseinkunnir allra stærstu banka landsins hafa lækkað um tvo flokka á síðustu tveimur mánuðum. Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins á eftir því franska og þýska. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Áhyggjur fjárfesta af fjárhagsvanda Ítalíu hafa magnast í dag, þvert á það sem margir höfðu spáð fyrir um fyrir sólarhring síðan. Á vefsíðu Wall Street Journal í gær kom meðal annars fram að fjárfestar horfðu til þess með tilhlökkun að Silvio Berlusconi væri að hætta störfum. Yfirlýsing hans um að hann væri á útleið úr stjórnmálum sló hins vegar ekkert á þróunina á lánsfjármörkuðum. Áhættuálag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu hækkaði snögglega í dag upp fyrir sjö prósent. Þetta þýðir að landið getur ekki endurfjármagnað skuldir sínar á þeim kjörum sem bjóðast nú. Vandinn er að þungir gjalddagar á lánum eru framundan. Fjárfestar trúa því að Ítalía muni ekki geta borgað þegar á hólminn er komið, og því hefur áhættuálagið á landið hækkað stöðugt. Fastlega er þó búist við að Seðlabanki Evrópu muni koma landinu til bjargar, en þó með þeim formerkjum, að stjórnvöld á Ítalíu verði búin að grípa til aðgerða í ríkisfjármálum sem gera það raunhæft að stunda undir skuldabyrði landsins. Til viðbótar við slæma stöðu ríkisins bætist síðan veikburða fjármálakerfi en lánshæfiseinkunnir allra stærstu banka landsins hafa lækkað um tvo flokka á síðustu tveimur mánuðum. Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins á eftir því franska og þýska.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira