Hvað kostar velferðartryggingin? Jón Þór Ólafsson skrifar 9. nóvember 2011 06:00 Allt er til staðar til að við getum lifað við mikla velferð á Íslandi. Hátt menntastig og gott verkvit, miklar auðlindir á hvert mannsbarn, fín atvinnutæki og ágætt samgöngukerfi. Allt er til staðar nema regluverk sem tryggir að spilling eigi erfitt uppdráttar og sé auðvelt að uppræta. Án slíkra reglna verður aldrei nema tímabundin velmegun og velferð á Íslandi. Spilling þreifst vel innan vébanda núverandi stjórnarskrár og gerir enn. Hún tryggir ekki að heiðarleg vinna skili velferð. En mun stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs koma betri böndum á spillingu? Til að takmarka og uppræta misbeitingu almannavalds þarf stjórnarskrá alla vega að tryggja þessi 6 atriði: 1. Valdheimildin skal takmörkuð. Frumvarp Stjórnlagaráðs gengur skrefi lengra en núverandi stjórnarskrá við að takmarka vald svo það brjóti ekki mannréttindi. Við það bætist að tíu prósent kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um þau lög sem Alþingi hefur samþykkt sem ekki snerta skatta, fjárlög, ríkisborgararétt og alþjóðasamninga (65. og 67. gr.). Forsetinn heldur óskertum málskotsrétti og getur áfram sent öll lög þingsins til þjóðarinnar (60. gr.). Þetta er töluverð takmörkun á valdheimild ráðamanna. 2. Valdaframsal skal vera lýðræðislegt. Í dag geta kjósendur valið milli flokka sem fá atkvæði m.a. í krafti fjármagns frá fyrirtækjum. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs hafa kjósendur bæði val á milli flokka og frambjóðenda (39. gr.). Kjósendur geta líka átt frumkvæði að lögum sem sett skulu í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem þó þarf ekki að vera bindandi (66. og 67. gr.). Flestir landsmenn vilja að lög um fjármál stjórnmálaflokka banni fyrirtækjum að styrkja flokka og frambjóðendur. Þar sem kjósendur geta valið persónur verður hættulegt fyrir þingmenn að hafna afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðis þótt hún sé ráðgefandi. Þetta þýðir lýðræðislegra valdaframsal með meira vali kjósenda og minni áhrifum fjármagns á endanum. 3. Valddreifing skal vera víðtæk. Löggjafarvaldið kýs í dag framkvæmdarvaldið sem svo skipar dómsvaldið. Framkvæmdarvaldið situr á þingi og foringjar stjórnarflokkanna ráða ríkjum. Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er eftirlitshlutverk Alþingis aukið gagnvart ráðherrum (63. og 93. gr.), sem sitja ekki lengur á þingi, og skipan ráðherra á dómurum er háð samþykki forseta Íslands eða 2/3 hluta Alþingis (96. og 102. gr.). Þetta er ekki víðtæk valddreifing en skref í rétta átt. 4. Valdbeiting skal vera gegnsæ. Ráðamenn geta í dag af geðþótta haldið gögnum leyndum fyrir kjósendum. Með frumvarpi Stjórnlagaráðs skulu gögn í fórum stjórnvalda vera aðgengileg almenningi án undandrátta (15. gr.). Gagnsæi má þó setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi. Kjósi þingmenn að halda upplýsingum leyndum verða þeir að gera það með lögum sem við kjósendur getum hafnað og breytt. Gegnsæi valdbeitingar er vel tryggt. 5. Valdumboð skal vera afturkallanlegt. Eina leið kjósenda í dag til að kalla aftur umboð sitt eru fjöldamótmæli. Frumvarp Stjórnlagaráðs gerir ekki ráð fyrir því að hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæði um þingrof til að afturkalla valdumboð sitt. Hins vegar getur þjóðin stöðvað að miklu störf Alþingis með neitunarvaldi sínu svo þingmenn eigi þann kost skástan að reka ríkisstjórnina eða rjúfa þing (91. og 73. gr.). Valdumboð verður áfram ekki formlega afturkallanlegt en óformlega verður það auðveldara. 6. Valdsmisnotkun skal vera refsiverð. Í dag þarf meirihluti þingmanna að samþykkja ákæru vegna valdsmisnotkunar. Landsdómur dæmir svo til refsingar. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs skipar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis saksóknara sem getur ákært ráðherra fyrir embættisbrot (95. gr.). Lög, sem kjósendur geta samið og samþykkt, skulu svo ákveða hver sé ábyrgð embættisbrjóta. Þetta er hænuskref sem óljóst er hvort nokkru breyti í raun. Með nýju stjórnarskránni getum við kjósendur þar að auki samið og samþykkt lög um fjölmiðla, kvótakerfið og verðtryggingu. Nýja stjórnarskráin er velferðartrygging og hún kostar þig bara: 1. Þrýsting á þingmenn um að setja frumvarp Stjórnlagaráðs óbreytt í þjóðaratkvæðagreiðslu og að gefnu samþykki þjóðarinnar að kjósa með frumvarpinu fyrir næstu kosningar. 2. Ef þingmenn verða ekki við óskum kjósenda þurfum við að þrýsta á fyrrum Stjórnlagaráðsliða að bjóða fram í næstu alþingiskosningum. 3. Að kjósa svo með frumvarpi Stjórnlagaráðs, eða framboði ráðsliða ef þess er þörf. Nýja stjórnarskráin gerir okkur mögulegt að lifa við velferð í landinu okkar. Hún er ekki fullkomin en hún er góð velferðartrygging og góð kaup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Allt er til staðar til að við getum lifað við mikla velferð á Íslandi. Hátt menntastig og gott verkvit, miklar auðlindir á hvert mannsbarn, fín atvinnutæki og ágætt samgöngukerfi. Allt er til staðar nema regluverk sem tryggir að spilling eigi erfitt uppdráttar og sé auðvelt að uppræta. Án slíkra reglna verður aldrei nema tímabundin velmegun og velferð á Íslandi. Spilling þreifst vel innan vébanda núverandi stjórnarskrár og gerir enn. Hún tryggir ekki að heiðarleg vinna skili velferð. En mun stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs koma betri böndum á spillingu? Til að takmarka og uppræta misbeitingu almannavalds þarf stjórnarskrá alla vega að tryggja þessi 6 atriði: 1. Valdheimildin skal takmörkuð. Frumvarp Stjórnlagaráðs gengur skrefi lengra en núverandi stjórnarskrá við að takmarka vald svo það brjóti ekki mannréttindi. Við það bætist að tíu prósent kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um þau lög sem Alþingi hefur samþykkt sem ekki snerta skatta, fjárlög, ríkisborgararétt og alþjóðasamninga (65. og 67. gr.). Forsetinn heldur óskertum málskotsrétti og getur áfram sent öll lög þingsins til þjóðarinnar (60. gr.). Þetta er töluverð takmörkun á valdheimild ráðamanna. 2. Valdaframsal skal vera lýðræðislegt. Í dag geta kjósendur valið milli flokka sem fá atkvæði m.a. í krafti fjármagns frá fyrirtækjum. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs hafa kjósendur bæði val á milli flokka og frambjóðenda (39. gr.). Kjósendur geta líka átt frumkvæði að lögum sem sett skulu í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem þó þarf ekki að vera bindandi (66. og 67. gr.). Flestir landsmenn vilja að lög um fjármál stjórnmálaflokka banni fyrirtækjum að styrkja flokka og frambjóðendur. Þar sem kjósendur geta valið persónur verður hættulegt fyrir þingmenn að hafna afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðis þótt hún sé ráðgefandi. Þetta þýðir lýðræðislegra valdaframsal með meira vali kjósenda og minni áhrifum fjármagns á endanum. 3. Valddreifing skal vera víðtæk. Löggjafarvaldið kýs í dag framkvæmdarvaldið sem svo skipar dómsvaldið. Framkvæmdarvaldið situr á þingi og foringjar stjórnarflokkanna ráða ríkjum. Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er eftirlitshlutverk Alþingis aukið gagnvart ráðherrum (63. og 93. gr.), sem sitja ekki lengur á þingi, og skipan ráðherra á dómurum er háð samþykki forseta Íslands eða 2/3 hluta Alþingis (96. og 102. gr.). Þetta er ekki víðtæk valddreifing en skref í rétta átt. 4. Valdbeiting skal vera gegnsæ. Ráðamenn geta í dag af geðþótta haldið gögnum leyndum fyrir kjósendum. Með frumvarpi Stjórnlagaráðs skulu gögn í fórum stjórnvalda vera aðgengileg almenningi án undandrátta (15. gr.). Gagnsæi má þó setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi. Kjósi þingmenn að halda upplýsingum leyndum verða þeir að gera það með lögum sem við kjósendur getum hafnað og breytt. Gegnsæi valdbeitingar er vel tryggt. 5. Valdumboð skal vera afturkallanlegt. Eina leið kjósenda í dag til að kalla aftur umboð sitt eru fjöldamótmæli. Frumvarp Stjórnlagaráðs gerir ekki ráð fyrir því að hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæði um þingrof til að afturkalla valdumboð sitt. Hins vegar getur þjóðin stöðvað að miklu störf Alþingis með neitunarvaldi sínu svo þingmenn eigi þann kost skástan að reka ríkisstjórnina eða rjúfa þing (91. og 73. gr.). Valdumboð verður áfram ekki formlega afturkallanlegt en óformlega verður það auðveldara. 6. Valdsmisnotkun skal vera refsiverð. Í dag þarf meirihluti þingmanna að samþykkja ákæru vegna valdsmisnotkunar. Landsdómur dæmir svo til refsingar. Samkvæmt frumvarpi Stjórnlagaráðs skipar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis saksóknara sem getur ákært ráðherra fyrir embættisbrot (95. gr.). Lög, sem kjósendur geta samið og samþykkt, skulu svo ákveða hver sé ábyrgð embættisbrjóta. Þetta er hænuskref sem óljóst er hvort nokkru breyti í raun. Með nýju stjórnarskránni getum við kjósendur þar að auki samið og samþykkt lög um fjölmiðla, kvótakerfið og verðtryggingu. Nýja stjórnarskráin er velferðartrygging og hún kostar þig bara: 1. Þrýsting á þingmenn um að setja frumvarp Stjórnlagaráðs óbreytt í þjóðaratkvæðagreiðslu og að gefnu samþykki þjóðarinnar að kjósa með frumvarpinu fyrir næstu kosningar. 2. Ef þingmenn verða ekki við óskum kjósenda þurfum við að þrýsta á fyrrum Stjórnlagaráðsliða að bjóða fram í næstu alþingiskosningum. 3. Að kjósa svo með frumvarpi Stjórnlagaráðs, eða framboði ráðsliða ef þess er þörf. Nýja stjórnarskráin gerir okkur mögulegt að lifa við velferð í landinu okkar. Hún er ekki fullkomin en hún er góð velferðartrygging og góð kaup.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar