Dagrenning 9. nóvember 2011 06:00 Lifandi skelfingar ósköp er niðdimm þoka búin að umlykja Sjálfstæðisflokkinn undanfarin misseri: Seðlabankinn hættur að gefa út hin arðvænu Ástarbréf; Hannes Hólmsteinn leystur frá störfum sem ráðsmaður um fjármál og efnahagsmál ríkisins; Kjartani gert ómögulegt að stunda arðsöm viðskipti við S-menn um banka og verðbréf þeirra; bankaráð Seðlabanka séð eftir Helga horska í 15 – fimmtán- heimsreisur eftir að hann hafði starfað að gullgreftri um árabil; einkavinurinn Halldór Ásgrímsson flúinn úr landi, maðurinn sem stjórnaði flokki „sem getur verið stoltur af verkum sínum“, vann ávallt „eftir bestu sannfæringu“ og „samstarf hans og Davíðs Oddssonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt“ svo vitnað sé orðrétt í Sjálfstæðisflokksþingmanninn Illuga Gunnarsson; og Finnur Ingólfsson að bíða eftir fundarlaunum vegna sjóðs Samvinnutrygginga, sem hann og félagar hans fundu á förnum vegi. Má raunar segja að „ragnarökur“ hafi gengið í garð í Valhöll Sjálfstæðisflokksins, eða eins og Snorri segir: „Sól mun sortna, sökkur fold í mar, hverfa af himni heiðar stjörnur.“ En nú mun „ragnarökur“ um þann garð gengið, eða eins og Hárr segir í Gylfaginningu: „Upp skýtur jörðinni þá úr sænum og er þá græn og fögr. Vaxa þá akrar ósánir.“ Kögunarhólsmaður Fréttablaðsins telur nú færi á að mynda nýjan pólitískan öxul með Sjálfstæðisflokki, Kögunarerfingja Framsóknarflokksins og Steingrími Samherjafóstra. Þegar uppeldisdóttir Valhallarmanna er sezt í formannsstól Sjálfstæðisflokksins munu uppalendur hennar taka við völdum á nýjan leik: Kjartan mun þá strax skipaður formaður bankaráðs Landsbanka Íslands til að einkavæða bankann á nýjan leik; Hólmsteinn settur seðlabankastjóri og undireins hafin hátíðarútgáfa Ástarbréfa; Helgi horski skipaður varaformaður á báðum stöðum; Halldór kallaður til landsins að annast úthlutun veiðileyfa án keypis, og endurreisa „Mónu“ á Hornafirði í von um frekari afskriftir; mælar Orkuveitu Reykjavíkur keyptir af Finni fyrir 100 – eitt hundrað- milljarða króna til þess sérstaklega að hann hafi undan ef krónan skyldi taka upp á að rýrna rétt eina ferðina enn. „Og þá verður bylting í ríki útvaldra,“ eins og Þórbergur segir í lok bréfs til Láru. Og kátt í hárri Val-höll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Skoðun Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Lifandi skelfingar ósköp er niðdimm þoka búin að umlykja Sjálfstæðisflokkinn undanfarin misseri: Seðlabankinn hættur að gefa út hin arðvænu Ástarbréf; Hannes Hólmsteinn leystur frá störfum sem ráðsmaður um fjármál og efnahagsmál ríkisins; Kjartani gert ómögulegt að stunda arðsöm viðskipti við S-menn um banka og verðbréf þeirra; bankaráð Seðlabanka séð eftir Helga horska í 15 – fimmtán- heimsreisur eftir að hann hafði starfað að gullgreftri um árabil; einkavinurinn Halldór Ásgrímsson flúinn úr landi, maðurinn sem stjórnaði flokki „sem getur verið stoltur af verkum sínum“, vann ávallt „eftir bestu sannfæringu“ og „samstarf hans og Davíðs Oddssonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt“ svo vitnað sé orðrétt í Sjálfstæðisflokksþingmanninn Illuga Gunnarsson; og Finnur Ingólfsson að bíða eftir fundarlaunum vegna sjóðs Samvinnutrygginga, sem hann og félagar hans fundu á förnum vegi. Má raunar segja að „ragnarökur“ hafi gengið í garð í Valhöll Sjálfstæðisflokksins, eða eins og Snorri segir: „Sól mun sortna, sökkur fold í mar, hverfa af himni heiðar stjörnur.“ En nú mun „ragnarökur“ um þann garð gengið, eða eins og Hárr segir í Gylfaginningu: „Upp skýtur jörðinni þá úr sænum og er þá græn og fögr. Vaxa þá akrar ósánir.“ Kögunarhólsmaður Fréttablaðsins telur nú færi á að mynda nýjan pólitískan öxul með Sjálfstæðisflokki, Kögunarerfingja Framsóknarflokksins og Steingrími Samherjafóstra. Þegar uppeldisdóttir Valhallarmanna er sezt í formannsstól Sjálfstæðisflokksins munu uppalendur hennar taka við völdum á nýjan leik: Kjartan mun þá strax skipaður formaður bankaráðs Landsbanka Íslands til að einkavæða bankann á nýjan leik; Hólmsteinn settur seðlabankastjóri og undireins hafin hátíðarútgáfa Ástarbréfa; Helgi horski skipaður varaformaður á báðum stöðum; Halldór kallaður til landsins að annast úthlutun veiðileyfa án keypis, og endurreisa „Mónu“ á Hornafirði í von um frekari afskriftir; mælar Orkuveitu Reykjavíkur keyptir af Finni fyrir 100 – eitt hundrað- milljarða króna til þess sérstaklega að hann hafi undan ef krónan skyldi taka upp á að rýrna rétt eina ferðina enn. „Og þá verður bylting í ríki útvaldra,“ eins og Þórbergur segir í lok bréfs til Láru. Og kátt í hárri Val-höll.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun