Gamlir jálkar í góðu stuði Trausti Júlíusson skrifar 13. nóvember 2011 09:00 Þrjár stjörnur með GRM. Tónlist. Þrjár stjörnur. GRM. Þrjár stjörnur er önnur plata ofurtríósins GRM, sem skipað er Gylfa Ægissyni, Rúnari Þór og Megasi. Á fyrri plötunni sungu þeir saman nokkur af sínum þekktustu lögum og tvö ný lög. Nú endurtaka þeir leikinn, en gera að auki sína útgáfu af laginu Betri bílar yngri konur sem Rúnar Júlíusson gerði frægt með Geimsteini á áttunda áratugnum. Fyrri platan var unnin með bræðrunum Magnúsi og Alberti Ástvaldssonum, sem einnig sáu um útsetningar. Hljómurinn á henni var ekkert sérstakur, en hráar rokkútsetningarnar virkuðu vel bæði á plötunni og á útgáfutónleikum sem haldnir voru í Austurbæ. Á Þremur stjörnum eru nýir hljóðfæraleikarar, m.a. aðrir bræður, Júlíus og Baldur synir Rúna Júl. Hljómurinn á henni er betri og útsetningarnar fágaðri og fjölbreyttari. Þannig er Í sól og sumaryl í laufléttri reggíútsetningu, Við Birkiland er kántrý og Jibbý Jei rokk. Hljóðfæraleikur er þéttur og fínn og margt gott í útsetningunum. Það eru samt persónutöfrar þessara þriggja gömlu jálka og samspil þeirra sem gerir mest fyrir Þrjár stjörnur. Ef einhver hefði haldið því fram fyrir nokkrum árum að Megas ætti eftir að syngja Stolt siglir fleyið mitt og Fallerí, fallera og Gylfi Ægisson ætti eftir að syngja Við Birkiland þá hefði maður hrist hausinn í forundran. En það er einmitt vegna þess hvað þetta samstarf er óvænt sem það virkar svona vel. Flest þessi lög eru löngu orðin sígild, en þau fá nýtt líf hér. Nýju lögin standast ekki alveg samanburð við alla klassíkina, en þau eru ágæt vibót í lagasöfn þessara snillinga. Á heildina litið má segja að Þrjár stjörnur sé fín plata. Hún kemur manni í gott skap og virkar best spiluð á miklum styrk. Niðurstaða:Gylfi, Rúnar og Megas syngja saman fleiri slagara. Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Þrjár stjörnur. GRM. Þrjár stjörnur er önnur plata ofurtríósins GRM, sem skipað er Gylfa Ægissyni, Rúnari Þór og Megasi. Á fyrri plötunni sungu þeir saman nokkur af sínum þekktustu lögum og tvö ný lög. Nú endurtaka þeir leikinn, en gera að auki sína útgáfu af laginu Betri bílar yngri konur sem Rúnar Júlíusson gerði frægt með Geimsteini á áttunda áratugnum. Fyrri platan var unnin með bræðrunum Magnúsi og Alberti Ástvaldssonum, sem einnig sáu um útsetningar. Hljómurinn á henni var ekkert sérstakur, en hráar rokkútsetningarnar virkuðu vel bæði á plötunni og á útgáfutónleikum sem haldnir voru í Austurbæ. Á Þremur stjörnum eru nýir hljóðfæraleikarar, m.a. aðrir bræður, Júlíus og Baldur synir Rúna Júl. Hljómurinn á henni er betri og útsetningarnar fágaðri og fjölbreyttari. Þannig er Í sól og sumaryl í laufléttri reggíútsetningu, Við Birkiland er kántrý og Jibbý Jei rokk. Hljóðfæraleikur er þéttur og fínn og margt gott í útsetningunum. Það eru samt persónutöfrar þessara þriggja gömlu jálka og samspil þeirra sem gerir mest fyrir Þrjár stjörnur. Ef einhver hefði haldið því fram fyrir nokkrum árum að Megas ætti eftir að syngja Stolt siglir fleyið mitt og Fallerí, fallera og Gylfi Ægisson ætti eftir að syngja Við Birkiland þá hefði maður hrist hausinn í forundran. En það er einmitt vegna þess hvað þetta samstarf er óvænt sem það virkar svona vel. Flest þessi lög eru löngu orðin sígild, en þau fá nýtt líf hér. Nýju lögin standast ekki alveg samanburð við alla klassíkina, en þau eru ágæt vibót í lagasöfn þessara snillinga. Á heildina litið má segja að Þrjár stjörnur sé fín plata. Hún kemur manni í gott skap og virkar best spiluð á miklum styrk. Niðurstaða:Gylfi, Rúnar og Megas syngja saman fleiri slagara.
Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira