Lagaprófessorar ekki einhuga um túlkun 26. janúar 2011 10:30 Eiríkur Tómasson. Ekki er einhugur meðal lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal um ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings. Skiptar skoðanir eru þeirra á milli varðandi hversu nákvæmlega eigi að fylgja lagabókstafnum. Eiríkur segist, í samtali við Fréttablaðið, setja spurningarmerki við ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar og hefði viljað sjá traustari rökstuðning. „Þrátt fyrir ágalla tel ég ekki efni til að ógilda kosninguna. Ég byggi það á því að í lögum um kosningar til Alþingis. Þar er meginreglan sú að kosningar skulu ekki ógildar þrátt fyrir að ágallar hafi verið á þeim, nema ætla megi að þeir ágallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Þannig finnst mér að Hæstiréttur hefði kannski þurft að rökstyðja betur af hverju hann kemst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir tilvist þessa ákvæðis." Með því segist Eiríkur ekki vera að taka efnislega afstöðu til málsins, en hann bætir því við að það góða við þennan úrskurð sé að hann marki þá stefnu að héðan í frá verði aðstandendur kosninga að vanda til verka í hvívetna. Sigurður Líndal. Fara verður að lögum Sigurður Líndal sagðist í gærkvöldi ekki hafa lesið ályktun Hæstaréttar en lagði áherslu á að ætíð verði að fara nákvæmlega eftir lögum. „Í svona tilfellum verður að fara eftir lögunum í þeirra strangasta skilningi. Þarna á það við, því ef það er farið að slaka á þeim þá vitum við ekki hvar við endum. Álitamálin verða endalaus og við endum í ógöngum." Sigurður segir að þótt framhaldið sé óvíst, sé misráðið að líta framhjá þessu áliti Hæstaréttar. „Ef Alþingi ákveður að kjósa þessa 25 einstaklinga [í stjórnarskrárnefnd] er verið að sniðganga lögin, og fara í kringum lögin. Það kann að vera formlega löglegt en þarna sýnist mér verið að sniðganga lög. Það hlýtur að rýra það traust, sem fulltrúar á þinginu verða að njóta. Þetta stjórnlagaþing verður að vera hafið yfir allan vafa og enginn blettur á því." thorgils@frettabladid.is, jonab@frettabladid.is Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira
Ekki er einhugur meðal lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal um ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings. Skiptar skoðanir eru þeirra á milli varðandi hversu nákvæmlega eigi að fylgja lagabókstafnum. Eiríkur segist, í samtali við Fréttablaðið, setja spurningarmerki við ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar og hefði viljað sjá traustari rökstuðning. „Þrátt fyrir ágalla tel ég ekki efni til að ógilda kosninguna. Ég byggi það á því að í lögum um kosningar til Alþingis. Þar er meginreglan sú að kosningar skulu ekki ógildar þrátt fyrir að ágallar hafi verið á þeim, nema ætla megi að þeir ágallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Þannig finnst mér að Hæstiréttur hefði kannski þurft að rökstyðja betur af hverju hann kemst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir tilvist þessa ákvæðis." Með því segist Eiríkur ekki vera að taka efnislega afstöðu til málsins, en hann bætir því við að það góða við þennan úrskurð sé að hann marki þá stefnu að héðan í frá verði aðstandendur kosninga að vanda til verka í hvívetna. Sigurður Líndal. Fara verður að lögum Sigurður Líndal sagðist í gærkvöldi ekki hafa lesið ályktun Hæstaréttar en lagði áherslu á að ætíð verði að fara nákvæmlega eftir lögum. „Í svona tilfellum verður að fara eftir lögunum í þeirra strangasta skilningi. Þarna á það við, því ef það er farið að slaka á þeim þá vitum við ekki hvar við endum. Álitamálin verða endalaus og við endum í ógöngum." Sigurður segir að þótt framhaldið sé óvíst, sé misráðið að líta framhjá þessu áliti Hæstaréttar. „Ef Alþingi ákveður að kjósa þessa 25 einstaklinga [í stjórnarskrárnefnd] er verið að sniðganga lögin, og fara í kringum lögin. Það kann að vera formlega löglegt en þarna sýnist mér verið að sniðganga lög. Það hlýtur að rýra það traust, sem fulltrúar á þinginu verða að njóta. Þetta stjórnlagaþing verður að vera hafið yfir allan vafa og enginn blettur á því." thorgils@frettabladid.is, jonab@frettabladid.is
Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira