Umfjöllun: Framstelpur eiga enn möguleika þrátt fyrir skelfilega byrjun Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2011 20:30 Sigurbjörg Jóhannsdóttir brýst í gegnum vörn þýska liðsins í kvöld. Mynd/Daníel HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk. Framarar höfðu aldeilis slegið í gegn í Evrópukeppninni í vetur og voru fyrir leikinn i kvöld ósigraðar. Svissneska liðið Brühl og úkraínska liðið Podatkova voru enginn fyrirstaða fyrir Fram í leið þeirra að 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Það væri því frábær árangur ef heimastúlkur ná að slá hið feikna sterka lið Blomberg-Lippe úr leik um helgina, en fyrri leikur liðana var í Safamýrinni í kvöld og sá síðari fer einnig fram á heimavelli Framara og er á morgun kl 16:00. Íris Björk Símonardóttir byrjaði í markinu hjá Fram en hún mældist með 40 stiga hita rétt fyrir leik og gekk greinilega ekki alveg heil til skógar. Gestirnir frá Þýskalandi hófu leikinn af miklum krafti og komust strax í 6-0 eftir aðeins fimm mínútna leik. Framliðið var greinilega ekki mætt til leiks og rétt eins og Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari liðsins, sagði við stelpurnar í leikhléi snemma leiks að Framarar væru að bera allt of mikla virðingu fyrir andstæðingnum. Fyrsta mark Framara kom eftir níu mínútna leik þegar þær minnkuðu muninn í 8-1. Blomberg-Lippe náði stuttu síðar tíu marka forskoti þegar þær komust í 12-2. Um það leyti breytti Einar Jónsson, þjálfari Fram um varnarafbrigði og skipti yfir í 3-2-1 vörn. Við það virtist lifna við Framliðinu og hægt og rólega komust þær meira í takt við leikinn. Staðan var samt sem áður 18-12 í hálfleik fyrir gestina og margt þurfti að breytast til að heimastúlkur kæmust inn í leikinn. Fram byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þær enduðu þann fyrri og minnkuðu muninn strax niður í fjögur mörk. Allt í einu var leikurinn galopin og allt gat gerst. Þegar korter var eftir af leiknum var munurinn aðeins tvö mörk. Stella Sigurðardóttir dró vagninn fyrir heimastúlkur og lék hreint út sagt stórkostlega. Íris Björk Símonardóttir hrökk í gang og byrjaði að verja vel í markinu. Lið Blomberg-Lippe var á köflum í miklum vandræðum með framliggjandi vörn Framara og gerðu mikið af tæknimistökum í síðari hálfleiknum. Leiknum lauk samt sem áður með tveggja marka sigri Blomberg-Lippe sem verður að teljast fín úrslit fyrir seinni leikinn sem fram fer á morgun. Framliðið er til alls líklegt ef þær spila eins og síðustu 45 mínútur leiksins í kvöld.Blomberg-Lippe-Fram 26-24 (18-12)Mörk Blomberg-Lippe (skot): ,Sabrina Richter 9/2 (9/2), ,Franziska Muller 4 (4), Nadine Krause 4 (5), Katja Langkeit 4 (8), Caroline Thomas 3 (5), Michaela Seiffert 2 (9), Xenia Smits 0 (3), Kim Berndt 0 (1)Varin skot: Natalie Hagel 17 (23/4 43%), Isabell Roch 0 (0/1)Hraðaupphlaup: 4 (Sabrina Richter 2, Franziska Muller, Nadine Krause)Fiskuð víti: 2 (Michaela Seiffert, Katja Langkeit)Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram (Skot): Stella Sigurðardóttir 9/2 (15/2), Pavla Nevarilova 3 (4), Karen Knútsdóttir 3/1 (6/2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2/2 (5/3), Marthe Sördal 2 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (2) , Birna Berg Haraldsdóttir 0 (3) .Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 12 (23/2, 35%), Elísabeth Arnarsdóttir 1 (3, 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Marthe Sördal 2, Ásta Birna, Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir)Fiskuð víti: 7 (Stella Sigurðardóttir 3, Pavla 3 og Karen Knútsdóttir)Brottvísanir: 6 mínútur Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk. Framarar höfðu aldeilis slegið í gegn í Evrópukeppninni í vetur og voru fyrir leikinn i kvöld ósigraðar. Svissneska liðið Brühl og úkraínska liðið Podatkova voru enginn fyrirstaða fyrir Fram í leið þeirra að 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Það væri því frábær árangur ef heimastúlkur ná að slá hið feikna sterka lið Blomberg-Lippe úr leik um helgina, en fyrri leikur liðana var í Safamýrinni í kvöld og sá síðari fer einnig fram á heimavelli Framara og er á morgun kl 16:00. Íris Björk Símonardóttir byrjaði í markinu hjá Fram en hún mældist með 40 stiga hita rétt fyrir leik og gekk greinilega ekki alveg heil til skógar. Gestirnir frá Þýskalandi hófu leikinn af miklum krafti og komust strax í 6-0 eftir aðeins fimm mínútna leik. Framliðið var greinilega ekki mætt til leiks og rétt eins og Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari liðsins, sagði við stelpurnar í leikhléi snemma leiks að Framarar væru að bera allt of mikla virðingu fyrir andstæðingnum. Fyrsta mark Framara kom eftir níu mínútna leik þegar þær minnkuðu muninn í 8-1. Blomberg-Lippe náði stuttu síðar tíu marka forskoti þegar þær komust í 12-2. Um það leyti breytti Einar Jónsson, þjálfari Fram um varnarafbrigði og skipti yfir í 3-2-1 vörn. Við það virtist lifna við Framliðinu og hægt og rólega komust þær meira í takt við leikinn. Staðan var samt sem áður 18-12 í hálfleik fyrir gestina og margt þurfti að breytast til að heimastúlkur kæmust inn í leikinn. Fram byrjaði síðari hálfleikinn rétt eins og þær enduðu þann fyrri og minnkuðu muninn strax niður í fjögur mörk. Allt í einu var leikurinn galopin og allt gat gerst. Þegar korter var eftir af leiknum var munurinn aðeins tvö mörk. Stella Sigurðardóttir dró vagninn fyrir heimastúlkur og lék hreint út sagt stórkostlega. Íris Björk Símonardóttir hrökk í gang og byrjaði að verja vel í markinu. Lið Blomberg-Lippe var á köflum í miklum vandræðum með framliggjandi vörn Framara og gerðu mikið af tæknimistökum í síðari hálfleiknum. Leiknum lauk samt sem áður með tveggja marka sigri Blomberg-Lippe sem verður að teljast fín úrslit fyrir seinni leikinn sem fram fer á morgun. Framliðið er til alls líklegt ef þær spila eins og síðustu 45 mínútur leiksins í kvöld.Blomberg-Lippe-Fram 26-24 (18-12)Mörk Blomberg-Lippe (skot): ,Sabrina Richter 9/2 (9/2), ,Franziska Muller 4 (4), Nadine Krause 4 (5), Katja Langkeit 4 (8), Caroline Thomas 3 (5), Michaela Seiffert 2 (9), Xenia Smits 0 (3), Kim Berndt 0 (1)Varin skot: Natalie Hagel 17 (23/4 43%), Isabell Roch 0 (0/1)Hraðaupphlaup: 4 (Sabrina Richter 2, Franziska Muller, Nadine Krause)Fiskuð víti: 2 (Michaela Seiffert, Katja Langkeit)Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram (Skot): Stella Sigurðardóttir 9/2 (15/2), Pavla Nevarilova 3 (4), Karen Knútsdóttir 3/1 (6/2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2/2 (5/3), Marthe Sördal 2 (4), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (2) , Birna Berg Haraldsdóttir 0 (3) .Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 12 (23/2, 35%), Elísabeth Arnarsdóttir 1 (3, 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Marthe Sördal 2, Ásta Birna, Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir)Fiskuð víti: 7 (Stella Sigurðardóttir 3, Pavla 3 og Karen Knútsdóttir)Brottvísanir: 6 mínútur
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira