Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008.
Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr.