Innlent

Dæmt í máli níumenninganna í dag

Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008.

Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr.




Tengdar fréttir

Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi

Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag.

Níumenningar: Össur ber vitni fyrir dómi

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segist hafa heyrt meiri læti í dómsal en þegar níumenningarnir, ásamt um 30 öðrum, þustu inn í Alþingi þann 8. desember 2008. Össur bar vitni í dag ásamt Einari K. Guðfinnssyni.

Níumenningar - „Málatilbúnaðurinn byggður á lofti"

„Þetta voru bara mótmæli sem fóru úr böndunum," segir Tryggvi Agnarsson, verjandi tveggja af níumenningunum. Hann segir það fjarstæðu að saka níumenningana um árás á Alþingi. Málatilbúnaðurinn sé byggður á lofti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×