Kísilverið upphaf umskipta á Suðurnesjum 17. febrúar 2011 18:54 Undirritun samninga um kísilver eru mikilvæg skilaboð um að menn hafi trú á framtíðinni á Íslandi, sagði fjármálaráðherra í Keflavík í dag. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta upphafið að algerum umskiptum fyrir Suðurnes.Það er Íslenska kísilfélagið ehf. sem reisir verksmiðjuna í Helguvík en aðaleigandi þess er bandaríska fyrirtækið Globe Speciality Metals, með 85 prósenta hlut. 15 prósenta hlutur er í eigu félags undir forystu Magnúsar Garðarssonar verkfræðings, en hann verður forstjóri Kísilfélagsins.Við undirskriftina í Duus-húsi í Keflavík í dag sagði iðnaðarráðherra að þetta væri ísbrjótur í atvinnumálum Suðurnesja og taldi að verkefnið ætti eftir að reynast íslenskri þjóð og Suðurnesjum gríðarlega farsælt.Fjármálaráðherra sagði þetta góðan dag fyrir efnahagslífið; þetta væru mikilvæg skilaboð um það að hér hefðu menn trú á framtíðinni. Þrátt fyrir hrunið, og að enn væri ýmislegt til staðar sem gæti fælt menn frá, þá hefði Ísland það fram að færa sem dygði til að draga að fjárfestingu af þessu tagi.Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta fyrstu mikilvægu vísbendinguna um að þau stóru atvinnuverkefni sem Suðurnesjamenn hefðu barist fyrir, væru að komast í höfn, og þau væru skammt undan."Þegar álversverkefnið gengur síðan í garð þá þýðir þetta alger umskipti fyrir íbúa á Suðurnesjum og fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Ég hlakka til að vera hér með fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra við þá athöfn," sagði Árni Sigfússon og beindi orðum sínum sérstaklega til ráðherranna um leið og hann kvaðst vonast til að það gæti orðið fljótlega."Við erum að stíga út úr því ömurlega ástandi að hafa mesta atvinnuleysið, og búa á láglaunasvæði, yfir í það að hafa vel launuð og örugg störf fyrir sem flesta," sagði bæjarstjórinn.Aðalfrumkvöðullinn að verkefninu, Magnús Garðarsson, segir að hér verði græn íslensk orka notuð til að framleiða ennþá meiri græna orku úti í heimi, en kísillinn fer að mestu í sólarsellur. "Besti staðurinn til að hafa svona framleiðslu, held ég, er á Íslandi," sagði Magnús.Áformað er að framkvæmdir í Helguvík hefjist fyrir mitt sumar og að framleiðsla kísils hefjist eftir tvö ár. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Undirritun samninga um kísilver eru mikilvæg skilaboð um að menn hafi trú á framtíðinni á Íslandi, sagði fjármálaráðherra í Keflavík í dag. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta upphafið að algerum umskiptum fyrir Suðurnes.Það er Íslenska kísilfélagið ehf. sem reisir verksmiðjuna í Helguvík en aðaleigandi þess er bandaríska fyrirtækið Globe Speciality Metals, með 85 prósenta hlut. 15 prósenta hlutur er í eigu félags undir forystu Magnúsar Garðarssonar verkfræðings, en hann verður forstjóri Kísilfélagsins.Við undirskriftina í Duus-húsi í Keflavík í dag sagði iðnaðarráðherra að þetta væri ísbrjótur í atvinnumálum Suðurnesja og taldi að verkefnið ætti eftir að reynast íslenskri þjóð og Suðurnesjum gríðarlega farsælt.Fjármálaráðherra sagði þetta góðan dag fyrir efnahagslífið; þetta væru mikilvæg skilaboð um það að hér hefðu menn trú á framtíðinni. Þrátt fyrir hrunið, og að enn væri ýmislegt til staðar sem gæti fælt menn frá, þá hefði Ísland það fram að færa sem dygði til að draga að fjárfestingu af þessu tagi.Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta fyrstu mikilvægu vísbendinguna um að þau stóru atvinnuverkefni sem Suðurnesjamenn hefðu barist fyrir, væru að komast í höfn, og þau væru skammt undan."Þegar álversverkefnið gengur síðan í garð þá þýðir þetta alger umskipti fyrir íbúa á Suðurnesjum og fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Ég hlakka til að vera hér með fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra við þá athöfn," sagði Árni Sigfússon og beindi orðum sínum sérstaklega til ráðherranna um leið og hann kvaðst vonast til að það gæti orðið fljótlega."Við erum að stíga út úr því ömurlega ástandi að hafa mesta atvinnuleysið, og búa á láglaunasvæði, yfir í það að hafa vel launuð og örugg störf fyrir sem flesta," sagði bæjarstjórinn.Aðalfrumkvöðullinn að verkefninu, Magnús Garðarsson, segir að hér verði græn íslensk orka notuð til að framleiða ennþá meiri græna orku úti í heimi, en kísillinn fer að mestu í sólarsellur. "Besti staðurinn til að hafa svona framleiðslu, held ég, er á Íslandi," sagði Magnús.Áformað er að framkvæmdir í Helguvík hefjist fyrir mitt sumar og að framleiðsla kísils hefjist eftir tvö ár.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira