3,7 milljarðar í undirbúning Þjórsárvirkjana 11. febrúar 2011 18:48 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra stendur frammi fyrir því að þurfa að staðfesta skipulag þriggja umdeildra virkjana í neðri Þjórsá. Landsvirkjun hefur lagt tæpa fjóra milljarða króna í undirbúning virkjananna en forstjóri fyrirtæksins segist þó ekkert að gera í andstöðu við stjórnvöld. Sjö ár eru frá því Skipulagsstofnun og þáverandi umhverfisráðherra féllust á virkjanirnar þrjár, Urriðafoss-, Holts- og Hvammsvirkjanir. Dómur Hæstaréttar í gær fjallaði eingöngu um Urriðafossvirkjun og aðalskipulag Flóahrepps og lýsti Svandís Svavarsdóttur umhverfisráðherra því yfir í gærkvöldi að hún myndi staðfesta það skipulag. En málið snertir einnig annað sveitarfélag, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, sem brást við dómi Hæstaréttar þegar í gær með því að óska eftir staðfestingu umhverfisráðherra á skipulagi Holta- og Hvammsvirkjana, sem legið hefur óstaðfest í tvö og hálft ár. Landsvirkjun upplýsti fyrir ári að fyrirtækið hefði lagt 3,7 milljarða króna í undirbúnings- og hönnunarvinnu þessara þriggja virkjana. Ekki er líklegt að sú fjárfesting nýtist á næstunni miðað við svör sem forstjóri fyrirtæksins, Hörður Arnarson, gaf fyrir mánuði þegar hann sagðist ekki ætla í boranir í Gjástykki: „Enda er það yfirlýst stefna okkar að vinna í sátt við stjórnvöld," sagði Hörður. Tengdar fréttir Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið. 11. febrúar 2011 12:09 Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. 11. febrúar 2011 16:59 Synjun umhverfisráðherra ógilt Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði. 11. febrúar 2011 04:00 Óska eftir að ráðherra staðfesti einnig Holta- og Hvammsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra staðfesti skipulag hreppsins hvað varðar tvær nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Skipulagið hefur legið óafgreitt í umhverfisráðuneytinu í á þriðja ár, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 11. febrúar 2011 14:45 Forsætisráðherra: Svandís á ekki að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stendur með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, og telur að hún þurfi ekki að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þá kveður hún afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá. 11. febrúar 2011 18:53 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra stendur frammi fyrir því að þurfa að staðfesta skipulag þriggja umdeildra virkjana í neðri Þjórsá. Landsvirkjun hefur lagt tæpa fjóra milljarða króna í undirbúning virkjananna en forstjóri fyrirtæksins segist þó ekkert að gera í andstöðu við stjórnvöld. Sjö ár eru frá því Skipulagsstofnun og þáverandi umhverfisráðherra féllust á virkjanirnar þrjár, Urriðafoss-, Holts- og Hvammsvirkjanir. Dómur Hæstaréttar í gær fjallaði eingöngu um Urriðafossvirkjun og aðalskipulag Flóahrepps og lýsti Svandís Svavarsdóttur umhverfisráðherra því yfir í gærkvöldi að hún myndi staðfesta það skipulag. En málið snertir einnig annað sveitarfélag, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, sem brást við dómi Hæstaréttar þegar í gær með því að óska eftir staðfestingu umhverfisráðherra á skipulagi Holta- og Hvammsvirkjana, sem legið hefur óstaðfest í tvö og hálft ár. Landsvirkjun upplýsti fyrir ári að fyrirtækið hefði lagt 3,7 milljarða króna í undirbúnings- og hönnunarvinnu þessara þriggja virkjana. Ekki er líklegt að sú fjárfesting nýtist á næstunni miðað við svör sem forstjóri fyrirtæksins, Hörður Arnarson, gaf fyrir mánuði þegar hann sagðist ekki ætla í boranir í Gjástykki: „Enda er það yfirlýst stefna okkar að vinna í sátt við stjórnvöld," sagði Hörður.
Tengdar fréttir Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið. 11. febrúar 2011 12:09 Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. 11. febrúar 2011 16:59 Synjun umhverfisráðherra ógilt Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði. 11. febrúar 2011 04:00 Óska eftir að ráðherra staðfesti einnig Holta- og Hvammsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra staðfesti skipulag hreppsins hvað varðar tvær nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Skipulagið hefur legið óafgreitt í umhverfisráðuneytinu í á þriðja ár, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 11. febrúar 2011 14:45 Forsætisráðherra: Svandís á ekki að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stendur með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, og telur að hún þurfi ekki að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þá kveður hún afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá. 11. febrúar 2011 18:53 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið. 11. febrúar 2011 12:09
Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. 11. febrúar 2011 16:59
Synjun umhverfisráðherra ógilt Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði. 11. febrúar 2011 04:00
Óska eftir að ráðherra staðfesti einnig Holta- og Hvammsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra staðfesti skipulag hreppsins hvað varðar tvær nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Skipulagið hefur legið óafgreitt í umhverfisráðuneytinu í á þriðja ár, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 11. febrúar 2011 14:45
Forsætisráðherra: Svandís á ekki að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stendur með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, og telur að hún þurfi ekki að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þá kveður hún afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá. 11. febrúar 2011 18:53