Íslenski boltinn

Íslenskur toppfótbolti - ný samtök félaga í efstu deild

Félögin tólf í efstu deild hafa stofnað félagið Íslenskur Toppfótbolti - samtök félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Þetta eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í Pepsideild karla í knattspyrnu. Félagið byggir á grunni Félags formanna í efstu deild karla sem hefur starfað síðan 1994.

Tilgangurinn er að skapa félögunum sem best rekstrarskilyrði og stuðla að vexti og framgangi íslenskrar knattspyrnu í samvinnu við Knattspyrnusamband Íslands, alþjóðleg knattspyrnusambönd, erlend samtök knattspyrnuliða og önnur knattspyrnufélög í landinu.

Í samþykktum Íslensks Toppfótbolta kemur fram að til að ná framangreindummarkmiðum skal Íslenskur Toppfótbolti taka þátt í markaðsstarfi, þ.m.t. samningsgerð við fjölmiðla, auglýsendur, styrktaraðila og aðra viðsemjendur, eftir föngum í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og knattspyrnufélög í landinu.

Fyrirmyndin er m.a. sótt til Norðurlandanna þar sem sambærileg hagsmunasamtökhafa starfað árum saman. Divisionsforeningen í Danmörku voru stofnuð 1969, Svensk Elitfotboll 2000 og Norsk Toppfotball 2001. Þessi samtök hafa náð umtalsverðum árangri í framgangi knattspyrnunnar í viðkomandi löndum.

Með stofnun samtakanna öðlast Íslenskur Toppfótbolti aðild að European Professional Football Leagues (EPFL), www.epfl- europeanleagues.com. Þessi samtök voru stofnuð 2005 (stofnuð á grunni Association of European Union Premier Professional Football Leagues) en þar eiga 30 evrópskar deildiraðild.

Meðlimir í Íslenskum toppfótbolta eru félög sem eiga lið í efstu deild karla í knattspyrnu á hverjum tíma. Aðildarfélög sem falla úr efstu deild skulu eiga aukaaðild árið eftir fall. Félög sem komast upp í efstu deild geta sótt um fulla aðild að samtökunum strax að loknu keppnistímabili en ekki er ekki skylduaðild að samtökunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×