Viðskipti erlent

FIH bankinn skilaði 6,6 milljarða hagnaði í fyrra

FIH bankinn í Danmörku skilaði hagnaði upp á 316 milljónir danskra kr. eða um 6,6 milljörðum kr. fyrir skatt í fyrra. Fjórði ársfjórðungur ársins var hinsvegar afleit upplifun fyrir bankann sem tapaði 230 milljónum danskra kr. á því tímabili.

Sem kunnugt er var FIH bankinn í íslenskri eigu þar til í fyrra að skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn seldu hann til hóps fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóðanna ATP og PFA. Endanlega var gengið frá kaupunum í janúar í fyrra.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að á fjórða ársfjórðungi ársins hafi FIH afskrifað um einn milljarð danskra kr. eða yfir 21 milljarð kr. af útlánum sínum. Það var því mikill heppni fyrir bankann að skráning sjóðsins Axcel III á skartgripafyrirtækinu Pandóru í dönsku kauphöllinni gekk svo vel sem raun bar vitni. FIH, sem einn af eigendum sjóðsins, fékk 818 milljónir danskra kr. út úr skráningunni.

Þess má og geta að skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn munu einnig fá allt að 20 milljörðum kr. vegna þess hve vel gekk með Pandóru en slíkt var hluti af samningunum um söluna á FIH.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×