Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða KMU skrifar 23. apríl 2011 18:50 Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Strax á flugvellinum við höfuðstaðinn Longyearbyen eru menn minntir á hættuna, enda ein þéttasta ísbjarnabyggð jarðar á þessum slóðum. Það var reyndar skammt frá flugvellinum sem hvítabjörn drap unga konu fyrir sextán árum en það var síðasta mannslát á eyjunum vegna bjarnarárásar. Síðan hafa menn lært betur að umgangast þetta stærsta landrándýr jarðar og forðast að lenda í aðstæðum sem kalla á árekstra og hættur. Við erum í hópi norrænna blaða- og fréttamanna í vélsleðaferð um ísbjarnaslóðir. Við höldum að Isfjorden er þar má oft sjá birni við ísröndina á þessum árstíma. „Fyrst, ef maður sér björn sem er langt í burtu getur maður bara notið útsýnisins og horft á björninn. Ef hann kemur of nálægt verðum við að forða okkur," segir Henrik Josefsson fararstjóri. Hann segir þó að venjulega sé það björninn sem er hræddur við mannfólkið og hann forði sér. Einstaka birnir geti þó verið forvitnir og því verða menn að hafa allan vara á og það er bannað að fara slíkan leiðangur nema einhver í hópnum sé með vopn undir höndum. Ísbirnir hafa þó verið alfriðaðir í hartnær fjörutíu ár. Óíkt því sem tíðkast á Íslandi, þá er ekki fyrsta verk að skjóta ísbirni ef þeir koma nálægt mannabyggð Fararstjórinn segir að það sé auðvelt að hræða ísbjörn í burtu, til dæmis með merkjabyssu, sem hann hefur meðferðis. „Ég set þetta hérna og svo skýt ég upp í loftið og þá heyrist hár hvellur," segir Henrik. En það sé algjört neyðarrúrræði að drepa hann. „Já, það er lokaráðið. Það fyrsta sem við gerum er að keyra frá birninum, síðan reynum við að hræða björninn. Það síðasta sem við gerum er að skjóta hann. Það viljum við helst ekki gera," segir Henrik. Raunar gerist það æ sjaldnar að birnir séu skotnir á Svalbarða. Kannski einn til tveir á ári og sum ár er enginn drepinn enda kallar það á lögreglurannsókn ef slíkt gerist, þar sem kannað er hvort um raunverulega nauðvörn hafi verið að ræða. Að öðrum kosti mega menn búast við ákæru fyrir ísbjarnardráp. Tengdar fréttir Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira
Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Strax á flugvellinum við höfuðstaðinn Longyearbyen eru menn minntir á hættuna, enda ein þéttasta ísbjarnabyggð jarðar á þessum slóðum. Það var reyndar skammt frá flugvellinum sem hvítabjörn drap unga konu fyrir sextán árum en það var síðasta mannslát á eyjunum vegna bjarnarárásar. Síðan hafa menn lært betur að umgangast þetta stærsta landrándýr jarðar og forðast að lenda í aðstæðum sem kalla á árekstra og hættur. Við erum í hópi norrænna blaða- og fréttamanna í vélsleðaferð um ísbjarnaslóðir. Við höldum að Isfjorden er þar má oft sjá birni við ísröndina á þessum árstíma. „Fyrst, ef maður sér björn sem er langt í burtu getur maður bara notið útsýnisins og horft á björninn. Ef hann kemur of nálægt verðum við að forða okkur," segir Henrik Josefsson fararstjóri. Hann segir þó að venjulega sé það björninn sem er hræddur við mannfólkið og hann forði sér. Einstaka birnir geti þó verið forvitnir og því verða menn að hafa allan vara á og það er bannað að fara slíkan leiðangur nema einhver í hópnum sé með vopn undir höndum. Ísbirnir hafa þó verið alfriðaðir í hartnær fjörutíu ár. Óíkt því sem tíðkast á Íslandi, þá er ekki fyrsta verk að skjóta ísbirni ef þeir koma nálægt mannabyggð Fararstjórinn segir að það sé auðvelt að hræða ísbjörn í burtu, til dæmis með merkjabyssu, sem hann hefur meðferðis. „Ég set þetta hérna og svo skýt ég upp í loftið og þá heyrist hár hvellur," segir Henrik. En það sé algjört neyðarrúrræði að drepa hann. „Já, það er lokaráðið. Það fyrsta sem við gerum er að keyra frá birninum, síðan reynum við að hræða björninn. Það síðasta sem við gerum er að skjóta hann. Það viljum við helst ekki gera," segir Henrik. Raunar gerist það æ sjaldnar að birnir séu skotnir á Svalbarða. Kannski einn til tveir á ári og sum ár er enginn drepinn enda kallar það á lögreglurannsókn ef slíkt gerist, þar sem kannað er hvort um raunverulega nauðvörn hafi verið að ræða. Að öðrum kosti mega menn búast við ákæru fyrir ísbjarnardráp.
Tengdar fréttir Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30