Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða KMU skrifar 23. apríl 2011 18:50 Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Strax á flugvellinum við höfuðstaðinn Longyearbyen eru menn minntir á hættuna, enda ein þéttasta ísbjarnabyggð jarðar á þessum slóðum. Það var reyndar skammt frá flugvellinum sem hvítabjörn drap unga konu fyrir sextán árum en það var síðasta mannslát á eyjunum vegna bjarnarárásar. Síðan hafa menn lært betur að umgangast þetta stærsta landrándýr jarðar og forðast að lenda í aðstæðum sem kalla á árekstra og hættur. Við erum í hópi norrænna blaða- og fréttamanna í vélsleðaferð um ísbjarnaslóðir. Við höldum að Isfjorden er þar má oft sjá birni við ísröndina á þessum árstíma. „Fyrst, ef maður sér björn sem er langt í burtu getur maður bara notið útsýnisins og horft á björninn. Ef hann kemur of nálægt verðum við að forða okkur," segir Henrik Josefsson fararstjóri. Hann segir þó að venjulega sé það björninn sem er hræddur við mannfólkið og hann forði sér. Einstaka birnir geti þó verið forvitnir og því verða menn að hafa allan vara á og það er bannað að fara slíkan leiðangur nema einhver í hópnum sé með vopn undir höndum. Ísbirnir hafa þó verið alfriðaðir í hartnær fjörutíu ár. Óíkt því sem tíðkast á Íslandi, þá er ekki fyrsta verk að skjóta ísbirni ef þeir koma nálægt mannabyggð Fararstjórinn segir að það sé auðvelt að hræða ísbjörn í burtu, til dæmis með merkjabyssu, sem hann hefur meðferðis. „Ég set þetta hérna og svo skýt ég upp í loftið og þá heyrist hár hvellur," segir Henrik. En það sé algjört neyðarrúrræði að drepa hann. „Já, það er lokaráðið. Það fyrsta sem við gerum er að keyra frá birninum, síðan reynum við að hræða björninn. Það síðasta sem við gerum er að skjóta hann. Það viljum við helst ekki gera," segir Henrik. Raunar gerist það æ sjaldnar að birnir séu skotnir á Svalbarða. Kannski einn til tveir á ári og sum ár er enginn drepinn enda kallar það á lögreglurannsókn ef slíkt gerist, þar sem kannað er hvort um raunverulega nauðvörn hafi verið að ræða. Að öðrum kosti mega menn búast við ákæru fyrir ísbjarnardráp. Tengdar fréttir Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Strax á flugvellinum við höfuðstaðinn Longyearbyen eru menn minntir á hættuna, enda ein þéttasta ísbjarnabyggð jarðar á þessum slóðum. Það var reyndar skammt frá flugvellinum sem hvítabjörn drap unga konu fyrir sextán árum en það var síðasta mannslát á eyjunum vegna bjarnarárásar. Síðan hafa menn lært betur að umgangast þetta stærsta landrándýr jarðar og forðast að lenda í aðstæðum sem kalla á árekstra og hættur. Við erum í hópi norrænna blaða- og fréttamanna í vélsleðaferð um ísbjarnaslóðir. Við höldum að Isfjorden er þar má oft sjá birni við ísröndina á þessum árstíma. „Fyrst, ef maður sér björn sem er langt í burtu getur maður bara notið útsýnisins og horft á björninn. Ef hann kemur of nálægt verðum við að forða okkur," segir Henrik Josefsson fararstjóri. Hann segir þó að venjulega sé það björninn sem er hræddur við mannfólkið og hann forði sér. Einstaka birnir geti þó verið forvitnir og því verða menn að hafa allan vara á og það er bannað að fara slíkan leiðangur nema einhver í hópnum sé með vopn undir höndum. Ísbirnir hafa þó verið alfriðaðir í hartnær fjörutíu ár. Óíkt því sem tíðkast á Íslandi, þá er ekki fyrsta verk að skjóta ísbirni ef þeir koma nálægt mannabyggð Fararstjórinn segir að það sé auðvelt að hræða ísbjörn í burtu, til dæmis með merkjabyssu, sem hann hefur meðferðis. „Ég set þetta hérna og svo skýt ég upp í loftið og þá heyrist hár hvellur," segir Henrik. En það sé algjört neyðarrúrræði að drepa hann. „Já, það er lokaráðið. Það fyrsta sem við gerum er að keyra frá birninum, síðan reynum við að hræða björninn. Það síðasta sem við gerum er að skjóta hann. Það viljum við helst ekki gera," segir Henrik. Raunar gerist það æ sjaldnar að birnir séu skotnir á Svalbarða. Kannski einn til tveir á ári og sum ár er enginn drepinn enda kallar það á lögreglurannsókn ef slíkt gerist, þar sem kannað er hvort um raunverulega nauðvörn hafi verið að ræða. Að öðrum kosti mega menn búast við ákæru fyrir ísbjarnardráp.
Tengdar fréttir Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30 Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Lenín vakir enn yfir Barentsburg á Svalbarða Einn leyndardómsfyllsti bær á dögum kalda stríðsins var Barentsburg á Svalbarða en þar réðu Sovétmenn ríkjum. 22. apríl 2011 19:30
Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. 21. apríl 2011 19:30