Gagnrýna aðbúnað og slátrun loðdýra 23. apríl 2011 08:00 Minkur Hér á landi eru 22 loðdýrabú. Undanfarin ár hefur verð á skinnum hækkað mikið og afkoma í greininni er afar góð um þessar mundir. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Félagasamtökin Velbú telja að dýr í íslenskum loðdýrabúum séu haldin í allt of litlum búrum og gagnrýna jafnframt að dýrin séu aflífuð með útblæstri frá vélum, sem er viðtekin venja. Forsvarsmaður loðdýrabænda vísar gagnrýninni á bug og telur hana lýsa þekkingarleysi á iðnaðinum. Sif Traustadóttir dýralæknir er í forsvari fyrir Velbú sem eru frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi. Sif gagnrýnir að fréttaflutningur af loðdýrarækt hér á landi hverfist eingöngu um bætt rekstrarskilyrði loðdýrabúanna og enginn spyrji nauðsynlegra spurninga um siðferði ræktunarinnar. Hún bendir á að það sé ekki að ástæðulausu að loðdýrarækt hafi dregist saman í mörgum löndum Evrópu, og hafi verið bönnuð í Bretlandi árið 1998 af siðferðilegum ástæðum. „Við teljum að aðbúnaður dýranna sé óviðunandi. Reglur um stærðir á búrum eru gamaldags og dýrin alast upp í plássleysi. Það eina sem þau hafa við að vera er að hlaupa í hringi. Minkar eru dýr sem eðlislægt vilja hafa mikið rými; þeir veiða og marka sér óðul og hafa þörf fyrir mikla hreyfingu. Þar sem strangar reglur hafa verið settar á, til dæmis á Ítalíu, hefur loðdýrarækt lagst af og flyst þá til annarra landa, til dæmis hingað." Sif segir aflífun dýranna ómannúðlega. „Algengasta aðferðin er að aflífa dýrin með útblæstri frá vélum. Ég sem dýralæknir get fullyrt að það er ekki skjótur og sársaukalaus dauðdagi, eins og kveðið er á um í dýraverndunarlögum. Þetta er ekki leyft í Danmörku sem dæmi, en þar verður að nota hreint gas til að aflífa dýrin sem er mun mannúðlegra." Sif segir að iðnaðurinn sé ekki eftirlitsskyldur sem hljóti að teljast sérstakt. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, vísar gagnrýninni á bug. Hann segir að samtökin Velbú hafi ekki haft fyrir því að skoða aðbúnað dýranna og ekkert samband hafi verið haft við loðdýrabændur. Reglugerðin um loðdýraræktina sé frá 2007 og sé að langmestu leyti samhljóða ströngustu reglugerðum í heiminum, til dæmis frá Danmörku. „Við erum með strangari ákvæði í reglum en í öðrum löndum Evrópu. Það er auðvelt að slá fram fullyrðingum en þær eru ekki byggðar á vitneskju um greinina. Þeir sem hafa heimsótt íslensk bú furða sig á því hvað dýrunum líður vel." Björn segir að fullyrðingar um smæð búranna standist ekki skoðun. Stærð búranna sé samkvæmt reglugerð. „Útblástur frá vélum eða kolmonoxíð úr flöskum eru einu aðferðirnar til að aflífa dýrin sem eru viðurkennd af dýraverndunarsamtökum í heiminum. Það fara allir eftir þessu enda er einfaldlega bannað að aflífa dýrin öðruvísi," segir Björn. Hvað siðferði loðdýraræktar áhræri segir Björn að það verði hver og einn að meta fyrir sjálfan sig. Loðdýrabændur fari í stóru sem smáu eftir þeim reglum sem fyrir liggja og, eins og með aðra starfsemi, sé ekki hægt að fara fram á meira.svavar@frettabladid.is Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Félagasamtökin Velbú telja að dýr í íslenskum loðdýrabúum séu haldin í allt of litlum búrum og gagnrýna jafnframt að dýrin séu aflífuð með útblæstri frá vélum, sem er viðtekin venja. Forsvarsmaður loðdýrabænda vísar gagnrýninni á bug og telur hana lýsa þekkingarleysi á iðnaðinum. Sif Traustadóttir dýralæknir er í forsvari fyrir Velbú sem eru frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi. Sif gagnrýnir að fréttaflutningur af loðdýrarækt hér á landi hverfist eingöngu um bætt rekstrarskilyrði loðdýrabúanna og enginn spyrji nauðsynlegra spurninga um siðferði ræktunarinnar. Hún bendir á að það sé ekki að ástæðulausu að loðdýrarækt hafi dregist saman í mörgum löndum Evrópu, og hafi verið bönnuð í Bretlandi árið 1998 af siðferðilegum ástæðum. „Við teljum að aðbúnaður dýranna sé óviðunandi. Reglur um stærðir á búrum eru gamaldags og dýrin alast upp í plássleysi. Það eina sem þau hafa við að vera er að hlaupa í hringi. Minkar eru dýr sem eðlislægt vilja hafa mikið rými; þeir veiða og marka sér óðul og hafa þörf fyrir mikla hreyfingu. Þar sem strangar reglur hafa verið settar á, til dæmis á Ítalíu, hefur loðdýrarækt lagst af og flyst þá til annarra landa, til dæmis hingað." Sif segir aflífun dýranna ómannúðlega. „Algengasta aðferðin er að aflífa dýrin með útblæstri frá vélum. Ég sem dýralæknir get fullyrt að það er ekki skjótur og sársaukalaus dauðdagi, eins og kveðið er á um í dýraverndunarlögum. Þetta er ekki leyft í Danmörku sem dæmi, en þar verður að nota hreint gas til að aflífa dýrin sem er mun mannúðlegra." Sif segir að iðnaðurinn sé ekki eftirlitsskyldur sem hljóti að teljast sérstakt. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, vísar gagnrýninni á bug. Hann segir að samtökin Velbú hafi ekki haft fyrir því að skoða aðbúnað dýranna og ekkert samband hafi verið haft við loðdýrabændur. Reglugerðin um loðdýraræktina sé frá 2007 og sé að langmestu leyti samhljóða ströngustu reglugerðum í heiminum, til dæmis frá Danmörku. „Við erum með strangari ákvæði í reglum en í öðrum löndum Evrópu. Það er auðvelt að slá fram fullyrðingum en þær eru ekki byggðar á vitneskju um greinina. Þeir sem hafa heimsótt íslensk bú furða sig á því hvað dýrunum líður vel." Björn segir að fullyrðingar um smæð búranna standist ekki skoðun. Stærð búranna sé samkvæmt reglugerð. „Útblástur frá vélum eða kolmonoxíð úr flöskum eru einu aðferðirnar til að aflífa dýrin sem eru viðurkennd af dýraverndunarsamtökum í heiminum. Það fara allir eftir þessu enda er einfaldlega bannað að aflífa dýrin öðruvísi," segir Björn. Hvað siðferði loðdýraræktar áhræri segir Björn að það verði hver og einn að meta fyrir sjálfan sig. Loðdýrabændur fari í stóru sem smáu eftir þeim reglum sem fyrir liggja og, eins og með aðra starfsemi, sé ekki hægt að fara fram á meira.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira