Erlent

Enginn ógnar Obama ennþá

Barack Obama þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af vinsældum mótframbjóðenda sinna enn sem komið er. NordicPhotos/AFP
Barack Obama þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af vinsældum mótframbjóðenda sinna enn sem komið er. NordicPhotos/AFP
Þrátt fyrir þverrandi vinsældir er Barack Obama Bandaríkjaforseti enn sigurstranglegastur meðal líklegra frambjóðenda í forsetakosningum næsta árs. Helgast það fyrst og fremst af óánægju repúblikana með þá valkosti sem nú eru í boði.

Í könnun sem Washington Post birti fyrir skemmstu kom fram að þrátt fyrir að innan við helmingur svarenda væri ánægður með frammistöðu Obama á forsetastóli er innan við helmingur repúblikana og óháðra sem hallast að repúblikönum sáttur við núverandi hóp frambjóðenda.

Það sést einnig á því að þegar fólk í þessum hópi er beðið um að velja einn frambjóðanda sem það gæti hugsað sér að kjósa í forkosningum er aðeins einn með yfir tíu prósenta fylgi. Það er Mitt Romney, sem er með sextán prósent, en þar á eftir kemur viðskiptajöfurinn umdeildi Donald Trump með átta prósent.

Romney og Mike Huckabee mældust með mest fylgi hugsanlegra frambjóðenda í samanburði við Obama, en samkvæmt könnuninni myndi Romney tapa fyrir Obama með fjórum prósentustigum og Huckabee með sex.

Fyrstu forkosningarnar fara fram í febrúar en sigurvegarinn verður útnefndur á flokksþingi í ágúst 2012.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×