Skuldastaða Reykjanesbæjar Guðbrandur Einarsson skrifar 12. nóvember 2011 06:00 Að undanförnu hafa verið að birtast greinar um slæma skuldastöðu Reykjanesbæjar. Ný sveitarstjórnarlög sem samþykkt voru á síðasta þingi heimila ekki skuldsetningu sveitarfélaga umfram 150% af tekjum þeirra. Verður sveitarfélögum veittur frestur til þess að laga sig að þessum veruleika. Þetta mun gera nokkrum sveitarfélögum erfitt fyrir, þar sem skuldsetning þeirra er langt umfram þessi mörk og því mun vafalaust þurfa að grípa til sársaukafulls niðurskurðar til þess að laga sig að þessum skilyrðum.Staða ReykjanesbæjarReykjanesbær hefur oft verið nefndur í fyrirsögnum sem eitt þessara sveitarfélaga sem hvað verst eru stödd og hefur oft verið verið flokkaður með Álftanesi þegar kemur að umræðu um stöðu sveitarfélaga. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur brugðist við þessu og haldið á lofti annarri hlið á málinu sem illa hefur komist til skila. Bæjarstjórinn hefur m.a bent á að til séu eignir sem munu innan ekki mjög langs tíma laga þessa skuldastöðu til muna.Raunveruleg staðaSkv. síðasta ársreikningi skuldar Reykjanesbær 395% af tekjum sínum þ.e 28.561.984.000.- (skuldir og skuldbindingar) / 7.229.424.000.- (tekjur A hluta) = 395%. Ef eignarhluti efnahagsreiknings er skoðaður koma í ljós eignir sem mun vera hægt að koma í verð á skömmum tíma. Helst ber að nefna skuldabréf vegna sölunnar á HS Orku sem bókað er á 5.891.000.000.- í ársreikningi. Það skuldabréf er væntanlega á gjalddaga 2013. Að auki má nefna inneign í Landsbanka (gamla Sparisjóðnum) kr. 2.489.000.000.- sem stofnuð var með útgáfu skuldabréfs á sínum tíma þegar reynt var að koma Sparisjóðnum til bjargar. Samtals eru þessar eignir að upphæð krónur 8.380.000.000.- og ef þessi upphæð verður öll nýtt til uppgreiðslu skulda verður staðan önnur, eða 28.561.984.000.- – 8.380.000.000.- eða rúmir tuttugu milljarðar sem væri þá u.þ.b 285% af tekjum. Sala á landi til ríkisins getur síðan lagað þessa stöðu enn frekar en slíkt mun vera á döfinni.Er þá allt í lagi?Staða Reykjanesbæjar gæti hugsanlega orðið sú að sveitarfélagið skuldaði 270% af tekjum sínum ef rétt verður að málum staðið og þeir fjármunir sem hægt verður að losa á næstu árum verða nýttir til uppgreiðslu skulda. Hvað þýðir það fyrir okkur? Raunverulegar skuldir okkar væru þá u.þ.b. tuttugu milljarðar og við þyftum þá að minnka þá skuld niður í um 11 milljarða. Það þýðir að spara þarf níu milljarða á komandi árum til þess að uppfylla skilyrði laganna. Það verður hlutverk sitjandi bæjarfulltrúa að finna leiðir til þess. Vonandi taka þeir þetta hlutverk sitt alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa verið að birtast greinar um slæma skuldastöðu Reykjanesbæjar. Ný sveitarstjórnarlög sem samþykkt voru á síðasta þingi heimila ekki skuldsetningu sveitarfélaga umfram 150% af tekjum þeirra. Verður sveitarfélögum veittur frestur til þess að laga sig að þessum veruleika. Þetta mun gera nokkrum sveitarfélögum erfitt fyrir, þar sem skuldsetning þeirra er langt umfram þessi mörk og því mun vafalaust þurfa að grípa til sársaukafulls niðurskurðar til þess að laga sig að þessum skilyrðum.Staða ReykjanesbæjarReykjanesbær hefur oft verið nefndur í fyrirsögnum sem eitt þessara sveitarfélaga sem hvað verst eru stödd og hefur oft verið verið flokkaður með Álftanesi þegar kemur að umræðu um stöðu sveitarfélaga. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur brugðist við þessu og haldið á lofti annarri hlið á málinu sem illa hefur komist til skila. Bæjarstjórinn hefur m.a bent á að til séu eignir sem munu innan ekki mjög langs tíma laga þessa skuldastöðu til muna.Raunveruleg staðaSkv. síðasta ársreikningi skuldar Reykjanesbær 395% af tekjum sínum þ.e 28.561.984.000.- (skuldir og skuldbindingar) / 7.229.424.000.- (tekjur A hluta) = 395%. Ef eignarhluti efnahagsreiknings er skoðaður koma í ljós eignir sem mun vera hægt að koma í verð á skömmum tíma. Helst ber að nefna skuldabréf vegna sölunnar á HS Orku sem bókað er á 5.891.000.000.- í ársreikningi. Það skuldabréf er væntanlega á gjalddaga 2013. Að auki má nefna inneign í Landsbanka (gamla Sparisjóðnum) kr. 2.489.000.000.- sem stofnuð var með útgáfu skuldabréfs á sínum tíma þegar reynt var að koma Sparisjóðnum til bjargar. Samtals eru þessar eignir að upphæð krónur 8.380.000.000.- og ef þessi upphæð verður öll nýtt til uppgreiðslu skulda verður staðan önnur, eða 28.561.984.000.- – 8.380.000.000.- eða rúmir tuttugu milljarðar sem væri þá u.þ.b 285% af tekjum. Sala á landi til ríkisins getur síðan lagað þessa stöðu enn frekar en slíkt mun vera á döfinni.Er þá allt í lagi?Staða Reykjanesbæjar gæti hugsanlega orðið sú að sveitarfélagið skuldaði 270% af tekjum sínum ef rétt verður að málum staðið og þeir fjármunir sem hægt verður að losa á næstu árum verða nýttir til uppgreiðslu skulda. Hvað þýðir það fyrir okkur? Raunverulegar skuldir okkar væru þá u.þ.b. tuttugu milljarðar og við þyftum þá að minnka þá skuld niður í um 11 milljarða. Það þýðir að spara þarf níu milljarða á komandi árum til þess að uppfylla skilyrði laganna. Það verður hlutverk sitjandi bæjarfulltrúa að finna leiðir til þess. Vonandi taka þeir þetta hlutverk sitt alvarlega.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar