Lífið

Góðar viðtökur við Tvinna.is

Strákarnir í Lazycomet eru mennirnir á bak við síðuna Tvinna.is. Fréttablaðið/Stefán
Strákarnir í Lazycomet eru mennirnir á bak við síðuna Tvinna.is. Fréttablaðið/Stefán

„Viðtökurnar hafa verið framar vonum," segir Ragnar Freyr Pálsson, einn af stofnendum síðunnar Tvinna.is. Hún sérhæfir sig í atvinnuauglýsingum fyrir skapandi greinar.

Að sögn Ragnars hafa þrettán fyrirtæki auglýst á síðunni frá því hún fór í loftið 3. janúar og 23 störf eru núna komin inn á hana. „Við fengum þessa hugmynd fyrir rúmu ári en við erum búnir að vinna hægt og rólega að þessu," segir Ragnar Freyr.

„Við sáum þörf fyrir svona vef, að hafa þetta allt á einum stað því þetta er svo dreift eins og þetta er í dag," segir Ragnar og á við atvinnuauglýsingar fyrir skapandi greinar. „Við sáum sérstaka ástæðu til að opna þetta núna vegna þessa að umræðan um skapandi greinar er búin að vera í brennideplinum."

Lazycomet-hópurinn stendur að baki Tinna.is. Auk Ragnars, sem er grafískur hönnuður hjá CCP, eru í hópnum þeir Einar Birgir Einarsson, viðmótsforritari og Magnús Þór Jónsson sem starfa hjá Gogoyoko. Fleira er á prjónunum hjá Lazycomet. Auk þess að vinna í að bæta Tvinna.is vinnur hópurinn að tveimur tónlistartengdum verkefnum sem líta dagsins ljós á næstu mánuðum. - fb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.