Sogið fullt af laxi Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2011 13:13 Mynd af www.svfr.is Stangirnar sem veiddu Ásgarð í gær og fyrradag lentu í stórveiði og lönduðu 22 löxum, þar á meðal stærsta laxi tímabilsins til þessa úr Soginu. Það voru öngvir aukvissar í Soginu í gær þegar að Ólafur Kr. Ólafsson og félagar voru við veiðar. Veiddu þeir einnig í fyrradag, alls í tvo daga, og gekk veiðin vel. Að sögn Ólafs þá virðist vera mikill lax undir því þeir lönduðu 22 löxum, þar á meðal fékk Ólafur 104 cm hæng sem er stærsti lax tímabilsins til þessa úr Soginu. Var honum sleppt að lokinni viðureign. Athygli vakti að stærstur hluti laxins var nýlega genginn, sumir jafnvel lúsugir. Voru menn að fá talsvert af laxi við Frúarstein sem er einn helsti veiðistaðurinn á svæðinu þegar að lax er að ganga. Heildarveiði sumarsins úr Ásgarði til þessa er 210 laxar. Af öðrum svæðum er það að frétta að síðustu tölur úr Bíldsfelli eru 274 laxar og úr Alviðru er kominn 81 lax. Það stingur svo sannarlega í stúf að aðeins eru skráðir 13 laxar til bókar í Þrastarlundi. Samt sem áður hafa veiðileyfin selst vel, oft til sömu manna, og veiðimenn við Alviðru sjá ítrekað laxi landað úr Kúagilinu. Ljóst er að nánast ekkert er fært til bókar af svæðinu sem heitið getur, hvorki af laxasvæði Þrastalundar, né heldur af silungasvæðinu. Sem dæmi sá veiðimaður í Alviðru fimm löxum landað á bakkanum á móti á tveimur dögum fyrir skemmstu. Er það ótrúleg tilviljun að einn og sami maður hafi orðið vitni að löndun rúmlega þriðjungs sumaraflans. Af svæðum SVFR er því búið að skrá til bókar nálega 600 laxa nú þegar að mánuður lifir af veiðitímanum í Soginu. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Stangirnar sem veiddu Ásgarð í gær og fyrradag lentu í stórveiði og lönduðu 22 löxum, þar á meðal stærsta laxi tímabilsins til þessa úr Soginu. Það voru öngvir aukvissar í Soginu í gær þegar að Ólafur Kr. Ólafsson og félagar voru við veiðar. Veiddu þeir einnig í fyrradag, alls í tvo daga, og gekk veiðin vel. Að sögn Ólafs þá virðist vera mikill lax undir því þeir lönduðu 22 löxum, þar á meðal fékk Ólafur 104 cm hæng sem er stærsti lax tímabilsins til þessa úr Soginu. Var honum sleppt að lokinni viðureign. Athygli vakti að stærstur hluti laxins var nýlega genginn, sumir jafnvel lúsugir. Voru menn að fá talsvert af laxi við Frúarstein sem er einn helsti veiðistaðurinn á svæðinu þegar að lax er að ganga. Heildarveiði sumarsins úr Ásgarði til þessa er 210 laxar. Af öðrum svæðum er það að frétta að síðustu tölur úr Bíldsfelli eru 274 laxar og úr Alviðru er kominn 81 lax. Það stingur svo sannarlega í stúf að aðeins eru skráðir 13 laxar til bókar í Þrastarlundi. Samt sem áður hafa veiðileyfin selst vel, oft til sömu manna, og veiðimenn við Alviðru sjá ítrekað laxi landað úr Kúagilinu. Ljóst er að nánast ekkert er fært til bókar af svæðinu sem heitið getur, hvorki af laxasvæði Þrastalundar, né heldur af silungasvæðinu. Sem dæmi sá veiðimaður í Alviðru fimm löxum landað á bakkanum á móti á tveimur dögum fyrir skemmstu. Er það ótrúleg tilviljun að einn og sami maður hafi orðið vitni að löndun rúmlega þriðjungs sumaraflans. Af svæðum SVFR er því búið að skrá til bókar nálega 600 laxa nú þegar að mánuður lifir af veiðitímanum í Soginu. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði