Lífið

Sage Francis til Íslands

beinskeyttur Textar bandaríska rapparans Sage Francis þykja sérlega beinskeyttir.
beinskeyttur Textar bandaríska rapparans Sage Francis þykja sérlega beinskeyttir.
Bandarísku rappararnir Sage Francis og B. Dolan stíga á svið á Sódómu Reykjavík 3. september.

Francis vakti mikla athygli fyrir plötu sína Personal Journals sem kom út 2002 og skoraði hún hátt á árslistum tónlistarspekinga. Beinskeyttir textarnir féllu þar sérlega vel í kramið.

Þetta verður í þriðja sinn sem Francis heldur tónleika á Íslandi en B. Dolan hefur aldrei áður komið. „Ég fór til Amsterdam að sjá hann [Francis] í fyrrahaust. Mér fannst það geggjaðir tónleikar hjá honum og mig langaði endilega að fá hann hingað aftur,“ segir Guðný Lára Thorarensen sem skipuleggur tónleikana. „B. Dolan er hjá sama útgáfufyrirtæki. Þeir voru saman í Amsterdam og ég ákvað að það væri skemmtilegt að fá þá báða.“

Níu ár eru síðan Francis kom hingað til lands. Hann fylgdi Personal Jesus eftir með A Healthy Distrust árið 2005 og tveimur árum síðar kom út Human Death Dance. Í fyrra gaf hann út plötuna Li(f)e þar sem meðlimir hljómsveitanna Sparklehorse, Death Cab For Cutie og Grandaddy, ásamt Yann Tiersen, voru gestir. Miðasala á tónleikana á Sódómu er á Midi.is. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.