Lífið

Vinir Sjonna taka upp nýtt lag

nýtt lag Vinir Sjonna ætla að taka upp nýtt lag á næstunni. Svo gæti farið að rödd Sigurjóns Brink fái þar að hljóma.
fréttablaðið/daníel
nýtt lag Vinir Sjonna ætla að taka upp nýtt lag á næstunni. Svo gæti farið að rödd Sigurjóns Brink fái þar að hljóma. fréttablaðið/daníel FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar að taka upp nýtt lag á næstunni. Svo gæti farið að rödd hins sáluga Sigurjóns Brink verði notuð í laginu en það á eftir að koma betur í ljós.

„Sjonni söng það inn á demó á sínum tíma. Við ætlum að sjá hvernig það lag verður í okkar búningi,“ segir söngvarinn Matthías Matthíasson. Aðspurður hvort Sigurjón komi við sögu í laginu segir hann: „Við eigum eftir að yfirfara þessar upptökur. Við ætlum að sjá hvort þetta sé nothæft og hvort fjölskyldan hans vilji þetta eða ekki. Það er svo margt sem spilar inn í, þannig að við verðum aðeins að sjá til.“

Vinir Sjonna hafa verið lítt áberandi eftir að þeir tóku þátt í Eurovision-keppninni í Þýskalandi í vor. Þar lentu þeir í tuttugasta sæti með lagið Coming Home en stóðu sig engu að síður með prýði á sviðinu. „Við ætlum að keyra okkur í gang aftur. Við höfum verið að klára hin og þessi verkefni sem við vorum í áður en við fórum í þetta ævintýri,“ segir Matthías.

Næst á dagskrá er ball í Mosfellsbæ á laugardaginn á hátíðinni Í túninu heima, auk þess sem kvennakvöld hefur verið bókað á Húsavík í október. „Við erum rétt að byrja,“ segir hann hress. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.