Innlent

Gæsaveiðin hefst í dag

Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs hefst í dag, laugardaginn 20.ágúst. Um 90 % af veiðiskýrslum síðasta árs sýna að um 46 þúsund grágæsir voru veiddar og 17 þúsund heiðagæsir. Veiðin var töluvert meiri árið  2009.

Umhverfisstofnun telur líklegt að afkomubrestur hafi orðið á báðum gæsastofnum í ár þar sem veður hafi verið slæmt framan af sumri og varpið hafi spillst. Helsingja er leyfilegt að veiða frá 1.september utan Skaftafellssýslna en þar má ekki veiða helsingja fyrr en 25.september. Blesgæs er áfram friðuð eins og undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×