Innlent

Samningafundur hafinn

Mynd/GVA
Samningafundur Félags leikskólakennara og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst nú klukkan ellefu. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins í Karphúsinu, en boðað hefur verið til verkfalls leikskólakennara næstkomandi mánudag, náist ekki sáttir í málinu.

Grunnlaun leikskólakennara eru 247 þúsund krónur á mánuði fyrir skatta en samninganefnd leikskólakennara fer fram á um 12% launahækkun í samræmi við aðra samninga sem hafa verið gerðir nýlega, auk 11 % launahækkunar umfram það.

Auk kjaradeilunnar hafa harðar deilur risið upp undanfarna daga hvað varðar framkvæmd verkfallsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×