Kvikmyndaskólinn nýtur ekki sannmælis 20. ágúst 2011 03:15 Hilmar Oddsson Vill að það sé haft hugfast að ríkisframlag vegna sambærilegs náms á Norðurlöndum er um fjörutíu sinnum hærra á hvern nemenda en hér á landi.fréttablaðið/gva Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að skilaboðin sem bárust út af ríkisstjórnarfundi í gær hafi í engu skýrt stöðu skólans. Hann telur að skökk mynd sé dregin upp af skólanum; máluð sé mynd af skóla með ósanngjarnar kröfur án þess að sú staðreynd komi fram að skólinn bjóði upp á sambærilegt nám við það besta á Norðurlöndunum fyrir brotabrot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar. Eftir ríkisstjórnarfund í gær sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að fyrra tilboð stjórnvalda um aukin framlög til skólans væri enn á borðinu. Hún tók einnig allan vafa af um það að nemendur skólans fengju fyrirgreiðslu hjá LÍN þrátt fyrir ríkjandi óvissu. Niðurstaða mennta- og menningarráðuneytisins, eftir skoðun á gögnum skólans, er að hann sé ekki rekstrarhæfur. „Eina sem ég get ráðið í þetta er að gamla tilboðið sé uppi á borðinu, en það var það sannarlega ekki í gær,“ segir Hilmar. Þar vísar hann til þess að skólanum hafa verið boðnar 58 milljónir en fjárveiting til skólans 2010 var 39 milljónir. Skólinn verður ekki rekinn fyrir lægra ríkisframlag en 70 milljónir, að sögn Hilmars. Fimm skólar sem kenna kvikmyndagerð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi eru í CILECT, alþjóðasamtökum kvikmyndaskóla auk Kvikmyndaskóla Íslands. Kostnaður við hvern nemenda Kvikmyndaskólans er 278 þúsund krónur á ári. Hinir skólarnir í CILECT fá allir um tíu milljónir með hverjum nemenda. - shá Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að skilaboðin sem bárust út af ríkisstjórnarfundi í gær hafi í engu skýrt stöðu skólans. Hann telur að skökk mynd sé dregin upp af skólanum; máluð sé mynd af skóla með ósanngjarnar kröfur án þess að sú staðreynd komi fram að skólinn bjóði upp á sambærilegt nám við það besta á Norðurlöndunum fyrir brotabrot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar. Eftir ríkisstjórnarfund í gær sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að fyrra tilboð stjórnvalda um aukin framlög til skólans væri enn á borðinu. Hún tók einnig allan vafa af um það að nemendur skólans fengju fyrirgreiðslu hjá LÍN þrátt fyrir ríkjandi óvissu. Niðurstaða mennta- og menningarráðuneytisins, eftir skoðun á gögnum skólans, er að hann sé ekki rekstrarhæfur. „Eina sem ég get ráðið í þetta er að gamla tilboðið sé uppi á borðinu, en það var það sannarlega ekki í gær,“ segir Hilmar. Þar vísar hann til þess að skólanum hafa verið boðnar 58 milljónir en fjárveiting til skólans 2010 var 39 milljónir. Skólinn verður ekki rekinn fyrir lægra ríkisframlag en 70 milljónir, að sögn Hilmars. Fimm skólar sem kenna kvikmyndagerð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi eru í CILECT, alþjóðasamtökum kvikmyndaskóla auk Kvikmyndaskóla Íslands. Kostnaður við hvern nemenda Kvikmyndaskólans er 278 þúsund krónur á ári. Hinir skólarnir í CILECT fá allir um tíu milljónir með hverjum nemenda. - shá
Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira