Ný aðalnámskrá grunnskóla Ketill B. Magnússon og Guðrún Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla tekur gildi nú í haust á tímum niðurskurðar í skólamálum. Hún gefur skólum meira svigrúm um skipulag námsins en áður var. Kveðið er skýrt á um kennsluskyldu og hlutfall ólíkra greina á hverju aldursstigi innan skólakerfisins. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá og beri hana saman við stundaskrá og skólanámskrá í skóla barnsins. Komist foreldrar að því að kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarstundaskrá séu ekki uppfylltar þurfa þeir að fara fram á úrbætur. Fyrst er mikilvægt að skoða skólanámskrá skólans vel og athuga hvort þar sé gert ráð fyrir hagræðingu yfir hvert tímabil fyrir sig. Til að mynda eru kröfur um að hlutfall list- og verkgreinakennslu í 1.-4. bekk sé 17,9% að meðaltali. Kennslufyrirkomulagið getur verið breytilegt og getur hver skóli hagrætt þessu milli þeirra fjögurra ára sem um ræðir. Þannig getur kennsla í smíði til dæmis farið fram á einu vikulöngu námskeiði í staðinn fyrir að kennt sé jafnt og þétt yfir skólaárið. Þá væri ef til vill tímabil á næstu þremur árum á eftir þar sem bætt væri upp fyrir þetta minna hlutfall fyrsta árið. Aðalatriðið er þá að meðaltal verk- og listgreina sé um 17,9% yfir þetta fjögurra ára tímabil. Listavika eða aðrir skipulagðir dagar inni í skólaárinu geta jafnframt komið í staðinn fyrir jafna og hefðbundna stundaskrá yfir allt árið. Næstu tvö tímabil grunnskólans eru 5.-7. og 8.-10. bekkur og reiknast meðaltalið þá yfir þrjú ár. Ef skólastjórnendur vilja breyta skólanámskrá er það á ábyrgð skólans að kynna breytingarnar vel fyrir foreldrum. Skólaráðsfulltrúar foreldra ættu að hafa tækifæri til að kynna breytingarnar fyrir foreldrahópnum áður en tekin er ákvörðun um að framfylgja henni. Þess konar samráð er hornsteinn lýðræðis í skólastarfinu og kemur skýrt fram í menntalögunum. Skólaráð er samráðsvettvangur skólasamfélagsins og þar eiga foreldrar tvo fulltrúa sem bera ábyrgð á að vera vel tengdir foreldrum við skólann, til dæmis í gegnum foreldrafélagið. Ef foreldrar komast að því við samanburð á viðmiðunarstundaskrá og skólanámskrá að brotið er á lögbundnum rétti barna við skólann þarf að reka málið áfram rétta leið. Fyrst er reynt að tala við stjórn skólans og ef það ber ekki árangur þarf að leita til skólanefndar og þaðan upp kerfið innan sveitarfélagsins þar sem sveitar-/bæjarstjóri er yfirmaður skólastjóra. Náist ekki viðunandi niðurstaða innan sveitarfélagsins er næsta skref að hafa samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið, sem mun fara fram á umbætur. Það er ljóst að það er ekki óskastaða fyrir neinn að skera niður menntun barnanna okkar. Það er hins vegar staðreynd og því þurfa foreldrar að standa vörð um réttindi barna sinna eins og núgildandi menntalög gefa þeim svigrúm til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla tekur gildi nú í haust á tímum niðurskurðar í skólamálum. Hún gefur skólum meira svigrúm um skipulag námsins en áður var. Kveðið er skýrt á um kennsluskyldu og hlutfall ólíkra greina á hverju aldursstigi innan skólakerfisins. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá og beri hana saman við stundaskrá og skólanámskrá í skóla barnsins. Komist foreldrar að því að kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarstundaskrá séu ekki uppfylltar þurfa þeir að fara fram á úrbætur. Fyrst er mikilvægt að skoða skólanámskrá skólans vel og athuga hvort þar sé gert ráð fyrir hagræðingu yfir hvert tímabil fyrir sig. Til að mynda eru kröfur um að hlutfall list- og verkgreinakennslu í 1.-4. bekk sé 17,9% að meðaltali. Kennslufyrirkomulagið getur verið breytilegt og getur hver skóli hagrætt þessu milli þeirra fjögurra ára sem um ræðir. Þannig getur kennsla í smíði til dæmis farið fram á einu vikulöngu námskeiði í staðinn fyrir að kennt sé jafnt og þétt yfir skólaárið. Þá væri ef til vill tímabil á næstu þremur árum á eftir þar sem bætt væri upp fyrir þetta minna hlutfall fyrsta árið. Aðalatriðið er þá að meðaltal verk- og listgreina sé um 17,9% yfir þetta fjögurra ára tímabil. Listavika eða aðrir skipulagðir dagar inni í skólaárinu geta jafnframt komið í staðinn fyrir jafna og hefðbundna stundaskrá yfir allt árið. Næstu tvö tímabil grunnskólans eru 5.-7. og 8.-10. bekkur og reiknast meðaltalið þá yfir þrjú ár. Ef skólastjórnendur vilja breyta skólanámskrá er það á ábyrgð skólans að kynna breytingarnar vel fyrir foreldrum. Skólaráðsfulltrúar foreldra ættu að hafa tækifæri til að kynna breytingarnar fyrir foreldrahópnum áður en tekin er ákvörðun um að framfylgja henni. Þess konar samráð er hornsteinn lýðræðis í skólastarfinu og kemur skýrt fram í menntalögunum. Skólaráð er samráðsvettvangur skólasamfélagsins og þar eiga foreldrar tvo fulltrúa sem bera ábyrgð á að vera vel tengdir foreldrum við skólann, til dæmis í gegnum foreldrafélagið. Ef foreldrar komast að því við samanburð á viðmiðunarstundaskrá og skólanámskrá að brotið er á lögbundnum rétti barna við skólann þarf að reka málið áfram rétta leið. Fyrst er reynt að tala við stjórn skólans og ef það ber ekki árangur þarf að leita til skólanefndar og þaðan upp kerfið innan sveitarfélagsins þar sem sveitar-/bæjarstjóri er yfirmaður skólastjóra. Náist ekki viðunandi niðurstaða innan sveitarfélagsins er næsta skref að hafa samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið, sem mun fara fram á umbætur. Það er ljóst að það er ekki óskastaða fyrir neinn að skera niður menntun barnanna okkar. Það er hins vegar staðreynd og því þurfa foreldrar að standa vörð um réttindi barna sinna eins og núgildandi menntalög gefa þeim svigrúm til.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun