Skriplað á skötu Guðmundur Páll Ólafsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Alveg er deginum ljósara að iðnaðarráðherra hefur klúðrað framgangi vandaðrar lagasetningar um vatn sem þó er til í frumvarpsformi (Vatnalaganefndar) falin í skúffu ráðherra. Mikið er í húfi því eðli málsins samkvæmt varða vatnalög hvert einasta mannsbarn á Íslandi um ókomin ár og fátt getur fremur ógnað fullveldi þjóðar en vond vatnalög. Mörður er fimur karpari og í Eyjupistli sínum skautar hann ákaft til að dreifa athygli frá klúðri Katrínar. Ég met málefnalega orðræðu og einlægan vilja Marðar í umhverfismálum ólíkt meira. Hann er einn af fáum náttúruverndurum á Alþingi Íslendinga og jafnvel innan þingmanna eigin flokks. Klúður Katrínar er það að hafa hætt við ákaflega efnilegt frumvarp sem Vatnalaganefnd vann að í nokkur ár og hefur að geyma flest ef ekki öll verndarákvæði um vatn sem nauðsynlegt er að hafa í lögum. Þar var líka hugað að almannarétti og almannahag. Gallinn við frumvarpssmíð Vatnalaganefndarinnar var möguleikinn á að framselja vatnsrétt, sem er álíka og að framselja fiskveiðikvóta nema margfalt hættulegra. Frumvarp nefndarinnar var samið af fólki úr mörgum áttum samfélagsins, fagfólki á ýmsum sviðum – og lofaði góðu. En augljóst má vera að orkugeirinn, og þá sérstaklega Orkustofnun sem nú valsar um orkulindir og náttúruperlur og gefur úr rannsóknaleyfi á færibandi með fullum stuðningi iðnaðarráðherra, hefur óttast ákvæði um náttúruvernd og almannarétt. Þessi óábyrga framganga forstjóra Orkustofnunar og iðnaðarráðherra er ríkisstjórn sem heitið hefur að efla náttúruvernd til vansa. Mér leiðist karp en Mörður fer með rangt mál þegar hann segir að ég finni vatnsfrumvarpi iðnaðarráðherra fyrst og fremst til foráttu að þar sé fátt um vatnsvernd. Ojæja – lesendur geta kannski dæmt sjálfir að fleira er áhyggjuefni. En hafi einhver skriplað á skötunni þá er það formaður umhverfisnefndar Alþingis þegar hann vill leiðrétta misskilning minn með því að segja að í vor hafi Alþingi samþykkt sérstök vatnsverndarlög og því séu áhyggjur mínar af frumvarpinu ástæðulausar. En formanninum til upplýsingar þá eru Lög um stjórn vatnsmála (36/2011) EKKI vatnsverndarlög. Í þeim eru engar efnisreglur um vatnsvernd. Þau eru einskonar leikreglur um söfnun upplýsinga og áætlanir um vernd vatns. Afar mikilvægt er að formaður umhverfisnefndar Alþingis átti sig á því að vatnastjórn (aðferðafræðin) er ekki sú sama og vatnsvernd (aðhaldið) – a.m.k. áður en hann skrifar aðra grein. Merði láðist einnig að upplýsa almenning um að vatnastjórnunaráætlunin (aðferðafræðin) mun ekki verða tilbúin fyrr en eftir nokkur ár en í síðasta lagi 1. janúar 2018 eins og stendur aftast í lögunum. Umhverfisstofnun hefur að vísu áform um að ljúka verkinu árið 2015 þannig að áfram verða rúmar heimildir fyrir óábyrga meðferð vatnsmála – einmitt það sem Orkustofnun vill hafa. Mörður fullyrðir að vatnalagafrumvarp lögfræðinganna sé hið ágætasta þrátt fyrir að þar vanti öll ákvæði um verndun vatns og gefur í skyn að þeir sem hafi gefið umsagnir hafi verið jákvæðir og lagt ýmislegt gott til. Fyrir framan mig er heill bunki umsagna um frumvarpið sem allar eru á einn veg og óhætt að gefa því falleinkunn samkvæmt þeim. Eflaust hefur frumvarpið skánað í meðferð iðnaðarnefndar Alþingis, skárra væri það nú, en ef vanda hefði átt til verka hefði Mörður átt að seilast ofan í djúpu skúffu iðnaðarráðherra og bursta nýfallið ryk af vandaðri vinnu Vatnalaganefndar. Í markmiðslýsingunni stendur: „Markmið laga þessara er að kveða á um verndun og nýtingu vatns, rétt almennings til vatns og vatnsréttindi landeigenda. Lögunum er ætlað að stuðla að verndun vatnsgæða, lífríkis vatns og votlendis, tryggja greiðan aðgang landsmanna að nægu og hreinu vatni og stuðla að skynsamlegri nýtingu vatnsauðlindarinnar á grundvelli sjálfbærrar þróunar.“ Augljóst er að ekki hefur tekist pólitísk sátt um vatnalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Sorglega staðreyndin er samt sú að iðnaðarráðherra kaus að styðja yfirgang Orkustofnunar og iðnaðar á kostnað náttúru Íslands og almannaheilla og því siglum við áfram sofandi að ósi og smíðum lög sem vernda ekki viðkvæmustu og mestu auðæfi landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Alveg er deginum ljósara að iðnaðarráðherra hefur klúðrað framgangi vandaðrar lagasetningar um vatn sem þó er til í frumvarpsformi (Vatnalaganefndar) falin í skúffu ráðherra. Mikið er í húfi því eðli málsins samkvæmt varða vatnalög hvert einasta mannsbarn á Íslandi um ókomin ár og fátt getur fremur ógnað fullveldi þjóðar en vond vatnalög. Mörður er fimur karpari og í Eyjupistli sínum skautar hann ákaft til að dreifa athygli frá klúðri Katrínar. Ég met málefnalega orðræðu og einlægan vilja Marðar í umhverfismálum ólíkt meira. Hann er einn af fáum náttúruverndurum á Alþingi Íslendinga og jafnvel innan þingmanna eigin flokks. Klúður Katrínar er það að hafa hætt við ákaflega efnilegt frumvarp sem Vatnalaganefnd vann að í nokkur ár og hefur að geyma flest ef ekki öll verndarákvæði um vatn sem nauðsynlegt er að hafa í lögum. Þar var líka hugað að almannarétti og almannahag. Gallinn við frumvarpssmíð Vatnalaganefndarinnar var möguleikinn á að framselja vatnsrétt, sem er álíka og að framselja fiskveiðikvóta nema margfalt hættulegra. Frumvarp nefndarinnar var samið af fólki úr mörgum áttum samfélagsins, fagfólki á ýmsum sviðum – og lofaði góðu. En augljóst má vera að orkugeirinn, og þá sérstaklega Orkustofnun sem nú valsar um orkulindir og náttúruperlur og gefur úr rannsóknaleyfi á færibandi með fullum stuðningi iðnaðarráðherra, hefur óttast ákvæði um náttúruvernd og almannarétt. Þessi óábyrga framganga forstjóra Orkustofnunar og iðnaðarráðherra er ríkisstjórn sem heitið hefur að efla náttúruvernd til vansa. Mér leiðist karp en Mörður fer með rangt mál þegar hann segir að ég finni vatnsfrumvarpi iðnaðarráðherra fyrst og fremst til foráttu að þar sé fátt um vatnsvernd. Ojæja – lesendur geta kannski dæmt sjálfir að fleira er áhyggjuefni. En hafi einhver skriplað á skötunni þá er það formaður umhverfisnefndar Alþingis þegar hann vill leiðrétta misskilning minn með því að segja að í vor hafi Alþingi samþykkt sérstök vatnsverndarlög og því séu áhyggjur mínar af frumvarpinu ástæðulausar. En formanninum til upplýsingar þá eru Lög um stjórn vatnsmála (36/2011) EKKI vatnsverndarlög. Í þeim eru engar efnisreglur um vatnsvernd. Þau eru einskonar leikreglur um söfnun upplýsinga og áætlanir um vernd vatns. Afar mikilvægt er að formaður umhverfisnefndar Alþingis átti sig á því að vatnastjórn (aðferðafræðin) er ekki sú sama og vatnsvernd (aðhaldið) – a.m.k. áður en hann skrifar aðra grein. Merði láðist einnig að upplýsa almenning um að vatnastjórnunaráætlunin (aðferðafræðin) mun ekki verða tilbúin fyrr en eftir nokkur ár en í síðasta lagi 1. janúar 2018 eins og stendur aftast í lögunum. Umhverfisstofnun hefur að vísu áform um að ljúka verkinu árið 2015 þannig að áfram verða rúmar heimildir fyrir óábyrga meðferð vatnsmála – einmitt það sem Orkustofnun vill hafa. Mörður fullyrðir að vatnalagafrumvarp lögfræðinganna sé hið ágætasta þrátt fyrir að þar vanti öll ákvæði um verndun vatns og gefur í skyn að þeir sem hafi gefið umsagnir hafi verið jákvæðir og lagt ýmislegt gott til. Fyrir framan mig er heill bunki umsagna um frumvarpið sem allar eru á einn veg og óhætt að gefa því falleinkunn samkvæmt þeim. Eflaust hefur frumvarpið skánað í meðferð iðnaðarnefndar Alþingis, skárra væri það nú, en ef vanda hefði átt til verka hefði Mörður átt að seilast ofan í djúpu skúffu iðnaðarráðherra og bursta nýfallið ryk af vandaðri vinnu Vatnalaganefndar. Í markmiðslýsingunni stendur: „Markmið laga þessara er að kveða á um verndun og nýtingu vatns, rétt almennings til vatns og vatnsréttindi landeigenda. Lögunum er ætlað að stuðla að verndun vatnsgæða, lífríkis vatns og votlendis, tryggja greiðan aðgang landsmanna að nægu og hreinu vatni og stuðla að skynsamlegri nýtingu vatnsauðlindarinnar á grundvelli sjálfbærrar þróunar.“ Augljóst er að ekki hefur tekist pólitísk sátt um vatnalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Sorglega staðreyndin er samt sú að iðnaðarráðherra kaus að styðja yfirgang Orkustofnunar og iðnaðar á kostnað náttúru Íslands og almannaheilla og því siglum við áfram sofandi að ósi og smíðum lög sem vernda ekki viðkvæmustu og mestu auðæfi landsins.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun