Viðhaldssaga og virðisauki Þóra Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Á vef Ríkisskattstjóra má senda inn beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu við íbúðar- eða frístundahúsnæði. Húseigandi skráir sig inn á vefinn með kennitölu sinni og veflykli og fyllir út umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Kvittanir þarf svo að senda í pósti. Á umsókninni er fyllt út hvort um endurbætur eða viðhald sé að ræða eða vinnu vegna nýbyggingar svo og tegund húsnæðisins. Næst eru fylltar inn upplýsingar um aðkeypta vinnu, tegund hennar og útlagðan kostnað með og án VSK. Að því loknu eru skráðar upplýsingar um verktaka/fyrirtæki sem vann vinnuna og upplýsingar um skiptingu kostnaðar. Frumrit greiddra sölureikninga þarf síðan að senda skattinum til að umsókn sé afgreidd. Senda má frumrit í pósti eða skila til skattsins en ekki virðist vera boðið upp á að skanna frumritið og senda á rafrænu formi. Umsóknarferli þetta er til fyrirmyndar og einfaldar beiðni húseigandans um endurgreiðslu VSK vegna vinnu við húsnæði hans. En, má nýta þetta ferli til að hvetja fólk til að hafna svartri vinnu? Ef svo er, hvernig má gera það? Tillaga mín er eftirfarandi: Fasteignaeigendur skili inn umsókn um endurgreiðslu VSK. RSK afgreiðir málið og varðveitir síðan upplýsingarnar um viðhaldsverkið um ókomna tíð. Þessar upplýsingar geti fasteignaeigandi nálgast æ síðan er hann eða seinni eigendur fasteignarinnar vilja skoða viðhaldssögu hennar. Í beiðnina um endurgreiðslu á VSK væri hægt að setja inn nokkrar viðbótarupplýsingar sem væru gagnlegar fyrir umsækjandann. Svo dæmi sé tekið, að hægt væri að setja inn mynd af kvittunum bæði fyrir efni og vinnu og inn kæmu nokkrir textareitir (staðlaðir eða opnir) til að skrá frekari upplýsingar um verkið og þann sem vann það. Nefna má símanúmer verktakans eða hversu ánægður húseigandi var með verkið. Kæru fasteignaeigendur, er þetta ekki mikilvægt mál fyrir okkur? Væri ekki dýrmætt að hafna svartri vinnu og geta í staðinn gengið að skjalfestum gögnum um viðhaldsverk á eign okkar þegar okkur hentar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Sjá meira
Á vef Ríkisskattstjóra má senda inn beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu við íbúðar- eða frístundahúsnæði. Húseigandi skráir sig inn á vefinn með kennitölu sinni og veflykli og fyllir út umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Kvittanir þarf svo að senda í pósti. Á umsókninni er fyllt út hvort um endurbætur eða viðhald sé að ræða eða vinnu vegna nýbyggingar svo og tegund húsnæðisins. Næst eru fylltar inn upplýsingar um aðkeypta vinnu, tegund hennar og útlagðan kostnað með og án VSK. Að því loknu eru skráðar upplýsingar um verktaka/fyrirtæki sem vann vinnuna og upplýsingar um skiptingu kostnaðar. Frumrit greiddra sölureikninga þarf síðan að senda skattinum til að umsókn sé afgreidd. Senda má frumrit í pósti eða skila til skattsins en ekki virðist vera boðið upp á að skanna frumritið og senda á rafrænu formi. Umsóknarferli þetta er til fyrirmyndar og einfaldar beiðni húseigandans um endurgreiðslu VSK vegna vinnu við húsnæði hans. En, má nýta þetta ferli til að hvetja fólk til að hafna svartri vinnu? Ef svo er, hvernig má gera það? Tillaga mín er eftirfarandi: Fasteignaeigendur skili inn umsókn um endurgreiðslu VSK. RSK afgreiðir málið og varðveitir síðan upplýsingarnar um viðhaldsverkið um ókomna tíð. Þessar upplýsingar geti fasteignaeigandi nálgast æ síðan er hann eða seinni eigendur fasteignarinnar vilja skoða viðhaldssögu hennar. Í beiðnina um endurgreiðslu á VSK væri hægt að setja inn nokkrar viðbótarupplýsingar sem væru gagnlegar fyrir umsækjandann. Svo dæmi sé tekið, að hægt væri að setja inn mynd af kvittunum bæði fyrir efni og vinnu og inn kæmu nokkrir textareitir (staðlaðir eða opnir) til að skrá frekari upplýsingar um verkið og þann sem vann það. Nefna má símanúmer verktakans eða hversu ánægður húseigandi var með verkið. Kæru fasteignaeigendur, er þetta ekki mikilvægt mál fyrir okkur? Væri ekki dýrmætt að hafna svartri vinnu og geta í staðinn gengið að skjalfestum gögnum um viðhaldsverk á eign okkar þegar okkur hentar?
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar