Hæpinn gjaldeyris-ávinningur Þórólfur Matthíasson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Í grein hér í blaðinu 3ja ágúst síðastliðinn gerði ég tilraun til að meta gjaldeyriskostnað tengdan útflutningi lambakjöts að verðmæti 2,75 milljarða króna á árinu 2010. Í samhljóma aðsendum greinum í Fréttablaðinu og Bændablaðinu gerir forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands tilraun til að bæta ágiskanir mínar í þessum efnum. Forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands hefur aðgang að betri og fyllri upplýsingum um framleiðslukostnað lambakjöts en ég hef sem aðeins hef prentuð gögn frá Bændasamtökunum að styðjast við. Það ætti því að vera hægur vandi að laga og bæta grófa útreikninga mína. Það gerir forstöðumaðurinn ekki. Forstöðumaðurinn gefur sér að kindakjöt sé flutt út í grisjupokum í heilum skrokkum og kílóverð útfltunings þannig sambærilegt við kílóverð til bænda. Þetta er ekki rétt. Það eru betri bitar sem eru fluttir út. Þess vegna er kílóverð sem Hagstofan gefur upp í útfluningsskýrslum hærra en kílóverð þegar bændur selja í heilum skrokkum til afurðastöðva. Tilkostnaður við að framleiða kindakjöt sem gefur af sér 2,75 milljarða króna í útflutningstekjur er umtalsverður. Sé stuðst við tölur út búreikningum Bændasamtakanna er kostnaður vegna aðfanga (olíu, áburður, rúlluplast, þjónusta dýralækna o.s.frv.) um 2,7 milljarðar króna. Reiknuð laun bónda, vaxtagjöld og afskriftir tækja og bygginga nemur samkvæmt sömu heimild um 2,6 millljörðum króna. Beingreiðslur eru á bilinu 0,4 til 1,1 milljarður króna. Þessi útflutningsstarfssemi er rekin með 1,5 til 2ja milljarða tapi þrátt fyrir stuðning skattgreiðenda. Tapið er fjármagnað af afskriftasjóði bænda og af fjármálastofnunum. Ekki er í þessum útreikningum tekið tillit til kostnaðar vegna grasnytja utan heimalanda. Kostnaður vegna uppgræðslu og landabóta á afréttum lendir að mestu leyti á skattgreiðendum og er umtalsverður. Í grein minni giskaði ég á að ríflega 40% aðfanga væri erlendur að uppruna. Sumir kollegar mínir hafa gagnrýnt þá ágiskun og telja að um vanmat sé að ræða. En 40% af 2,7 milljörðum er 1,1 milljarður. Forstöðumaður félagssviðs BÍ reiknar erlendan tilkostnað með hliðsjón af söluverðmæti afurðanna. Söluverðmætið er um helmingur framleiðslukostnaðarins. Það ætti að vera vel þekkt á 3ju hæðinni á Hótel Sögu. Benda má forstöðumanninum á grein eftir Jónas Bjarnason hjá Hagþjónustu landbúnaðarins frá 2008 sem ber heitið: “Stuðningur við sauðfjárrækt nam 61% af verðmætasköpun í greininni 2006”, sjá http://www.hag.is/pdf/annad_utgefid/Studn_vid_saudfjarr2006.pdf. Aðferðafræði forstöðumannsins felur því í sér um helmings vanmat á erlendum tilkostnaði við framleiðslu útflutts kindakjöts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Sjá meira
Í grein hér í blaðinu 3ja ágúst síðastliðinn gerði ég tilraun til að meta gjaldeyriskostnað tengdan útflutningi lambakjöts að verðmæti 2,75 milljarða króna á árinu 2010. Í samhljóma aðsendum greinum í Fréttablaðinu og Bændablaðinu gerir forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands tilraun til að bæta ágiskanir mínar í þessum efnum. Forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands hefur aðgang að betri og fyllri upplýsingum um framleiðslukostnað lambakjöts en ég hef sem aðeins hef prentuð gögn frá Bændasamtökunum að styðjast við. Það ætti því að vera hægur vandi að laga og bæta grófa útreikninga mína. Það gerir forstöðumaðurinn ekki. Forstöðumaðurinn gefur sér að kindakjöt sé flutt út í grisjupokum í heilum skrokkum og kílóverð útfltunings þannig sambærilegt við kílóverð til bænda. Þetta er ekki rétt. Það eru betri bitar sem eru fluttir út. Þess vegna er kílóverð sem Hagstofan gefur upp í útfluningsskýrslum hærra en kílóverð þegar bændur selja í heilum skrokkum til afurðastöðva. Tilkostnaður við að framleiða kindakjöt sem gefur af sér 2,75 milljarða króna í útflutningstekjur er umtalsverður. Sé stuðst við tölur út búreikningum Bændasamtakanna er kostnaður vegna aðfanga (olíu, áburður, rúlluplast, þjónusta dýralækna o.s.frv.) um 2,7 milljarðar króna. Reiknuð laun bónda, vaxtagjöld og afskriftir tækja og bygginga nemur samkvæmt sömu heimild um 2,6 millljörðum króna. Beingreiðslur eru á bilinu 0,4 til 1,1 milljarður króna. Þessi útflutningsstarfssemi er rekin með 1,5 til 2ja milljarða tapi þrátt fyrir stuðning skattgreiðenda. Tapið er fjármagnað af afskriftasjóði bænda og af fjármálastofnunum. Ekki er í þessum útreikningum tekið tillit til kostnaðar vegna grasnytja utan heimalanda. Kostnaður vegna uppgræðslu og landabóta á afréttum lendir að mestu leyti á skattgreiðendum og er umtalsverður. Í grein minni giskaði ég á að ríflega 40% aðfanga væri erlendur að uppruna. Sumir kollegar mínir hafa gagnrýnt þá ágiskun og telja að um vanmat sé að ræða. En 40% af 2,7 milljörðum er 1,1 milljarður. Forstöðumaður félagssviðs BÍ reiknar erlendan tilkostnað með hliðsjón af söluverðmæti afurðanna. Söluverðmætið er um helmingur framleiðslukostnaðarins. Það ætti að vera vel þekkt á 3ju hæðinni á Hótel Sögu. Benda má forstöðumanninum á grein eftir Jónas Bjarnason hjá Hagþjónustu landbúnaðarins frá 2008 sem ber heitið: “Stuðningur við sauðfjárrækt nam 61% af verðmætasköpun í greininni 2006”, sjá http://www.hag.is/pdf/annad_utgefid/Studn_vid_saudfjarr2006.pdf. Aðferðafræði forstöðumannsins felur því í sér um helmings vanmat á erlendum tilkostnaði við framleiðslu útflutts kindakjöts.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun