Köld stríð fyrirrennarans Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. nóvember 2011 12:00 Einvígið eftir Arnald Indriðason. Bækur. Einvígið. Arnaldur Indriðason. Vaka-Helgafell. Margir hafa beðið spenntir eftir fimmtándu sakamálasögu Arnaldar Indriðasonar í þeirri von að örlög Erlendar Sveinssonar upplýstust. Þeir verða þó að bíða enn um sinn því í Einvíginu víkur sögunni aftur í tímann, til ársins 1972, og söguhetjan er Marion Briem, lærifaðir/-móðir Erlendar á upphafsárum hans í lögreglunni. Marion er skemmtilega óræð persóna, ekki einu sinni á hreinu hvers kyns hún er, og eins og Erlendur er hún hálfgerður einfari sem tjáir sig lítt um eigin hagi. Í sögunni er rifjuð upp æska hennar ófögur; afneitað af föður, móðir ferst af slysförum og barnið með berkla. Þessi upprifjun, þótt áhrifamikil sé, hjálpar þó lítið við að varpa ljósi á persónuna og í lok sögunnar er hún nánast jafn óráðin gáta og í upphafi. Sögusviðið er Reykjavík á sumri heimsmeistaraeinvígisins í skák. Boris og Bobby koma við sögu í mýflugumyndum og plottið hverfist í kringum einvígið og allan þann óvíga hóp af Rússum og Bandaríkjamönnum sem kemur til landsins í tengslum við það. Arnaldur kann þá list að vefa glæpasögu og það er ekki fyrr en í allra síðustu köflunum sem lesandann fer að renna grun í það um hvað málið snýst og hverjir standa á bak við morðið á sautján ára dreng á fimmsýningu á Undir urðarmána í Hafnarbíói. Sagan er því spennandi og heldur lesanda við efnið, þótt útúrdúrarnir um æsku Marion leiði hugann frá spennunni á köflum. Arnaldi hefur oft tekist betur upp við persónulýsingar aukapersóna, þær eru hér hálfgerðir skuggar og vekja hvorki samúð né samlíðan. Albert, starfsfélagi Marion, er nokkurs konar fyrirrennari Sigurðar Óla, en algjör andstæða hans, hippalegur náungi, skeggjaður í mussu og ekkert að láta ljós sitt skína í tíma og ótíma. Staðsetning sögunnar í tíma er snilldarlega unnin. Með örlitlum brögðum eins og vísunum í körfukjúkling og Alexander á Naustinu, Sylvia’s Mother í útvarpinu og fyrstu plötu Megasar í Bóksölu stúdenta kippir höfundur lesandanum þráðbeint inn í andrúmsloft ársins 1972 án þess að leggjast í lýsingar á tíðaranda og tískustraumum. Kalda stríðið er enn í fullum gangi og lýsingarnar á paranoju Rússanna og Kananna hvorra gagnvart öðrum eru bráðskarpar og skemmtilegar. Sem stílisti hefur Arnaldur verið að þroskast jafnt og þétt og þótt hann nái ekki hér þeim hæðum sem hann kleif í Furðuströndum í fyrra er varla hnökra að finna í textanum. Þar á ofan er hann orðinn meistari í því að skilja lesandann eftir með spurningu í lok bókar og því æstan í að lesa næstu bók. Lok Einvígisins gætu bent til þess að hann hygðist nú skrifa forsögu Erlendar Sveinssonar sem lögreglumanns, en þegar Arnaldur er annars vegar er ekki á vísan á að róa með slíkt og spennan eftir næstu bók er því nánast eins mögnuð og eftir þessari. Niðurstaða: Spennandi og heilsteypt saga með nokkuð langsóttu plotti sem er snilldarlega leyst. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Einvígið. Arnaldur Indriðason. Vaka-Helgafell. Margir hafa beðið spenntir eftir fimmtándu sakamálasögu Arnaldar Indriðasonar í þeirri von að örlög Erlendar Sveinssonar upplýstust. Þeir verða þó að bíða enn um sinn því í Einvíginu víkur sögunni aftur í tímann, til ársins 1972, og söguhetjan er Marion Briem, lærifaðir/-móðir Erlendar á upphafsárum hans í lögreglunni. Marion er skemmtilega óræð persóna, ekki einu sinni á hreinu hvers kyns hún er, og eins og Erlendur er hún hálfgerður einfari sem tjáir sig lítt um eigin hagi. Í sögunni er rifjuð upp æska hennar ófögur; afneitað af föður, móðir ferst af slysförum og barnið með berkla. Þessi upprifjun, þótt áhrifamikil sé, hjálpar þó lítið við að varpa ljósi á persónuna og í lok sögunnar er hún nánast jafn óráðin gáta og í upphafi. Sögusviðið er Reykjavík á sumri heimsmeistaraeinvígisins í skák. Boris og Bobby koma við sögu í mýflugumyndum og plottið hverfist í kringum einvígið og allan þann óvíga hóp af Rússum og Bandaríkjamönnum sem kemur til landsins í tengslum við það. Arnaldur kann þá list að vefa glæpasögu og það er ekki fyrr en í allra síðustu köflunum sem lesandann fer að renna grun í það um hvað málið snýst og hverjir standa á bak við morðið á sautján ára dreng á fimmsýningu á Undir urðarmána í Hafnarbíói. Sagan er því spennandi og heldur lesanda við efnið, þótt útúrdúrarnir um æsku Marion leiði hugann frá spennunni á köflum. Arnaldi hefur oft tekist betur upp við persónulýsingar aukapersóna, þær eru hér hálfgerðir skuggar og vekja hvorki samúð né samlíðan. Albert, starfsfélagi Marion, er nokkurs konar fyrirrennari Sigurðar Óla, en algjör andstæða hans, hippalegur náungi, skeggjaður í mussu og ekkert að láta ljós sitt skína í tíma og ótíma. Staðsetning sögunnar í tíma er snilldarlega unnin. Með örlitlum brögðum eins og vísunum í körfukjúkling og Alexander á Naustinu, Sylvia’s Mother í útvarpinu og fyrstu plötu Megasar í Bóksölu stúdenta kippir höfundur lesandanum þráðbeint inn í andrúmsloft ársins 1972 án þess að leggjast í lýsingar á tíðaranda og tískustraumum. Kalda stríðið er enn í fullum gangi og lýsingarnar á paranoju Rússanna og Kananna hvorra gagnvart öðrum eru bráðskarpar og skemmtilegar. Sem stílisti hefur Arnaldur verið að þroskast jafnt og þétt og þótt hann nái ekki hér þeim hæðum sem hann kleif í Furðuströndum í fyrra er varla hnökra að finna í textanum. Þar á ofan er hann orðinn meistari í því að skilja lesandann eftir með spurningu í lok bókar og því æstan í að lesa næstu bók. Lok Einvígisins gætu bent til þess að hann hygðist nú skrifa forsögu Erlendar Sveinssonar sem lögreglumanns, en þegar Arnaldur er annars vegar er ekki á vísan á að róa með slíkt og spennan eftir næstu bók er því nánast eins mögnuð og eftir þessari. Niðurstaða: Spennandi og heilsteypt saga með nokkuð langsóttu plotti sem er snilldarlega leyst.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira