Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Erla Hlynsdóttir skrifar 10. október 2011 18:29 Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James „Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. Anna Björnsdóttir fór frá Íslandi á laugardag og til Santa Monica í Bandaríkjunum þar sem hún og eiginmaður hennar eiga hús. Það var einmitt í Santa Monica sem Bulger og kærastan hans voru nágrannar Önnu. Anna starfar nú sem jógakennari en flestir Íslendingar hafa líklega séð hana leika umboðsmann Grýlanna í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þar sem margir bandaríkjamenn efuðust um tilvist íslenska uppljóstrarans ákvað dagblaðið Boston Globe að birta í gær nafn Önnu, nokkuð sem hefur verið gagnrýnt í öðrum þarlendum fjölmiðlum. „Áður en fréttin birtist spáðum við mikið í það hvort við ættum að nafngreina hana. Við höfðum samband við FBI og ríkissaksóknarann í Boston sem fer með saksókn í málinu gegn Whitey Bulger. Við spurðum hvort menn hefðu áhyggjur af öryggi hennar, hvort menn teldu að öryggi hennar væri í hættu og okkur var sagt að svo væri ekki. Við hefðum ekki birt nafn hennar ef okkur hefði verið sagt að opinberun nafns hennar yrði henni lífshættulegt," segir Shelley Murphy, blaðakona Boston Globe, í samtali við fréttastofu í dag. Murphy bendir á að tugir vitna í málinu hafi stigið fram frá því gefin var út ákæra á hendur Bulger. „Fjölmargir munu bera vitni gegn honum fyrir rétti og þeir njóta ekki vitnaverndar. Þeir ganga um stræti Boston og engin hefur gripið til aðgerða gegn þeim," segir Murphy. Murphy hefur tvisvar komið til Íslands til að reyna að ná tali af Önnu en án árangurs. Murphy sendi Önnu síðast tölvupóst á föstudag þar sem hún spurði hvort Anna gerði athugasemdir við að nafn hennar yrði birt í fjölmiðlum, og segir Murphy að hún hafi ekkert svar fengið. Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30 Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39 Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira
Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James „Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. Anna Björnsdóttir fór frá Íslandi á laugardag og til Santa Monica í Bandaríkjunum þar sem hún og eiginmaður hennar eiga hús. Það var einmitt í Santa Monica sem Bulger og kærastan hans voru nágrannar Önnu. Anna starfar nú sem jógakennari en flestir Íslendingar hafa líklega séð hana leika umboðsmann Grýlanna í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Þar sem margir bandaríkjamenn efuðust um tilvist íslenska uppljóstrarans ákvað dagblaðið Boston Globe að birta í gær nafn Önnu, nokkuð sem hefur verið gagnrýnt í öðrum þarlendum fjölmiðlum. „Áður en fréttin birtist spáðum við mikið í það hvort við ættum að nafngreina hana. Við höfðum samband við FBI og ríkissaksóknarann í Boston sem fer með saksókn í málinu gegn Whitey Bulger. Við spurðum hvort menn hefðu áhyggjur af öryggi hennar, hvort menn teldu að öryggi hennar væri í hættu og okkur var sagt að svo væri ekki. Við hefðum ekki birt nafn hennar ef okkur hefði verið sagt að opinberun nafns hennar yrði henni lífshættulegt," segir Shelley Murphy, blaðakona Boston Globe, í samtali við fréttastofu í dag. Murphy bendir á að tugir vitna í málinu hafi stigið fram frá því gefin var út ákæra á hendur Bulger. „Fjölmargir munu bera vitni gegn honum fyrir rétti og þeir njóta ekki vitnaverndar. Þeir ganga um stræti Boston og engin hefur gripið til aðgerða gegn þeim," segir Murphy. Murphy hefur tvisvar komið til Íslands til að reyna að ná tali af Önnu en án árangurs. Murphy sendi Önnu síðast tölvupóst á föstudag þar sem hún spurði hvort Anna gerði athugasemdir við að nafn hennar yrði birt í fjölmiðlum, og segir Murphy að hún hafi ekkert svar fengið.
Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30 Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39 Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira
Ósáttur við að íslenska konan fái allt verðlaunaféð í Bulger málinu Maður einn í Las Vegas í Bandaríkjunum er afar ósáttur við FBI, bandarísku alríkislögregluna, fyrir að greiða íslenskri konu alla upphæðina sem sett var til höfuð James "Whitey" Bulger. 15. september 2011 14:50
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30
Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn. 10. október 2011 07:39
Anna Björns farin úr landi Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu. 10. október 2011 12:04