Viðskipti erlent

Dexía bankanum bjargað

Mynd/AP
Frakkar, Belgar og stjórnvöld í Lúxembúrg hafa ákveðið að sameinast um að koma belgíska bankanum Dexía til bjargar en hann hefur riðað á barmi gjaldþrots síðustu daga.

Belgísk stjórnvöld ætla að taka yfir starfsemi bankans í Belgíu en þar starfa 6000 manns og eru belgískir viðskiptavinir um fjórar milljónir. Stjórnvöld í löndunum þremur munu síðan ábyrgjast það sem eftir stendur af bankastarfseminni.

Þetta er fyrsta aðgerðin sem farið er í eftir að leiðtogar Frakka og Þjóðverja lýstu því yfir að samkomulag hefði náðst um að endurfjármagna bankana sem verst hafa orðið úti í yfirstandandi erfiðleikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×