Neysla neftóbaks aukist um 50% 25. mars 2011 18:41 Þrír starfsmenn í litlum skúr við Stuðlaháls sjá um að tappa á 25 tonn af neftbóki á ári hverju, en neysla á íslensku neftbóki hefur aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem tekið er upp nýtt ákvæði þar sem segir að bannað verði að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lytkarblandað reyklaust tóbak. Þetta þótti ekki nægilega skýrt í lögunum og er frumvarpið til að bregðast við tilraunum á innflutningi á bragðbættu munntóbaki. Á Íslandi hefur verið bannað með lögum að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og munntóbak frá því að ESB-tilskipun sem gerði aðildarríkjum ESB og EES-ríkjunum skylt að banna munntóbak var leidd í lög hér 1. febrúar 1997. ÁTVR framleiðir hins vegar grófkornótt neftóbak í miklum mæli en það nýtur vaxandi vinsælda meðal ungmenna sem troða því í vörina. Framleiðslan hefur nú aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum, úr 16,8 tonnum í 25,5 tonn árið 2010. Framleiðslan fer öll fram í húsakynnum ÁTVR við Stuðlaháls í Reykjavík og öll áfylling á tóbakshornum og tóbaksdósum er í litlu húsi við Stuðlaháls þar sem hún er í höndum þriggja starfsmanna. Svenn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri vörudreifingar og heildsölu tóbaks hjá ÁTVR, segir að grunnhráefnið í neftóbakið, hrátóbakið sem sé í raun möluð tóbakslauf komi frá Svíþjóð. Þetta er uppistaðan í íslenska „ruddanum". Þó innflutningur á sænsku fínkornóttu tóbaki sé bannaður er hið íslenska að uppistöðu til alveg eins, hráefnið kemur frá Swedish Match í Svíþjóð sem framleiðir snúsið svokallaða sem er bannað hér á landi. Hið íslenska er líka alveg jafn hættulegt og hið sænska en í því eru krabbameinsvaldandi efni. Eini munurinn á þessu og því sem notað er í sænska snúsið er kornastærðin. Kornið sem notað er í íslenska tóbakið er grófara. Hrátóbakið er blandað með vatni, pottösku, ammoníaki og salti og síðan geymt í eikartunnum í sjö mánuði. Að svo búnu er það flutt í litla skúrinn þar sem starfsmennirnir þrír fylla á dósir og horn. Eins og sést er þetta nokkur handavinna. Eitt horn í einu og ein dós í einu áður en þessu er raðað í kassa og sent í verslanir. Og tuttugu og fimm og hálft tonn rata í nasirnar og undir efri vörina hjá íslenskum tóbaksneytendum á ári hverju. Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þrír starfsmenn í litlum skúr við Stuðlaháls sjá um að tappa á 25 tonn af neftbóki á ári hverju, en neysla á íslensku neftbóki hefur aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem tekið er upp nýtt ákvæði þar sem segir að bannað verði að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lytkarblandað reyklaust tóbak. Þetta þótti ekki nægilega skýrt í lögunum og er frumvarpið til að bregðast við tilraunum á innflutningi á bragðbættu munntóbaki. Á Íslandi hefur verið bannað með lögum að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og munntóbak frá því að ESB-tilskipun sem gerði aðildarríkjum ESB og EES-ríkjunum skylt að banna munntóbak var leidd í lög hér 1. febrúar 1997. ÁTVR framleiðir hins vegar grófkornótt neftóbak í miklum mæli en það nýtur vaxandi vinsælda meðal ungmenna sem troða því í vörina. Framleiðslan hefur nú aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum, úr 16,8 tonnum í 25,5 tonn árið 2010. Framleiðslan fer öll fram í húsakynnum ÁTVR við Stuðlaháls í Reykjavík og öll áfylling á tóbakshornum og tóbaksdósum er í litlu húsi við Stuðlaháls þar sem hún er í höndum þriggja starfsmanna. Svenn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri vörudreifingar og heildsölu tóbaks hjá ÁTVR, segir að grunnhráefnið í neftóbakið, hrátóbakið sem sé í raun möluð tóbakslauf komi frá Svíþjóð. Þetta er uppistaðan í íslenska „ruddanum". Þó innflutningur á sænsku fínkornóttu tóbaki sé bannaður er hið íslenska að uppistöðu til alveg eins, hráefnið kemur frá Swedish Match í Svíþjóð sem framleiðir snúsið svokallaða sem er bannað hér á landi. Hið íslenska er líka alveg jafn hættulegt og hið sænska en í því eru krabbameinsvaldandi efni. Eini munurinn á þessu og því sem notað er í sænska snúsið er kornastærðin. Kornið sem notað er í íslenska tóbakið er grófara. Hrátóbakið er blandað með vatni, pottösku, ammoníaki og salti og síðan geymt í eikartunnum í sjö mánuði. Að svo búnu er það flutt í litla skúrinn þar sem starfsmennirnir þrír fylla á dósir og horn. Eins og sést er þetta nokkur handavinna. Eitt horn í einu og ein dós í einu áður en þessu er raðað í kassa og sent í verslanir. Og tuttugu og fimm og hálft tonn rata í nasirnar og undir efri vörina hjá íslenskum tóbaksneytendum á ári hverju.
Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira