Innlent

Fimm dæmdir og einn sýknaður í skotárásamáli og ráni

Þrir karlmenn voru í dag dæmdir fyrir skotárás í Bústaðahverfi á aðfangadag á síðasta ári. Einn var sýknaður. Sá sem hlaut þyngsta dóminn, Kristján Haukur Einarsson fékk tveggja og og hálfs árs refsingu. ívar Kolbeinsson fékk tveggja ára fangelsi. Sá þriðji fékk eitt ár.

Mennirnir fimm sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafa allir áður komið við sögu hjá lögreglu.

Tveir þeirra komu að húsi í Háaleitishverfi á aðfangadagsmorgun og virtust þeir eiga eitthvað vantalað við húsráðandann. Kom til átaka en mennirnir héldu síðan á brott en sneru svo aftur að húsinu um hádegisbil ásamt tveimur öðrum mönnum og höfðu þá jafnframt haglabyssu meðferðis.

Tveimur skotum var hleypt af haglabyssunni og höfnuðu þau bæði í útidyrahurð en byssan var einnig notuðu til að brjóta rúðu í húsinu. Engan sakaði við þetta en heimilisfólkið hafði forðað sér út bakdyramegin áður en skotið var á húsið. Mennirnir voru handteknir þegar þeir reyndu að komast undan og slasaðist þá einn lögreglumaður, þó ekki alvarlega.

Haglabyssan fannst á vettvangi og var hún tekin í vörslu lögreglu. Tilefni árásarinnar er talið vera uppgjör skulda.

Þá var einnig dæmt í ránsmáli sem Ívar tók þátt í ásamt tveimur öðrum mönnum. Annar þeirra fékk fimm mánaða dóm. Sá sem ók bifreið í ráninu dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi. Þeir tveir tóku ekki þátt í skotárásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×