Körfubolti

Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur

Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar
Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur.

Ólafur skoraði 25 stig í leiknum og var gríðarlega sterkur í lokaleikhlutanum. Hann var að vonum kátur eftir leik.

"Shit, hvað þetta var gaman. Við byrjuðum illa en þegar varnarleikurinn kom fór þetta að ganga betur," sagði Ólafur.

Grindvíkingar hafa verið að brotna undir lokin í síðustu leikjum en því var ekki að heilsa í kvöld. Ólafur þakkar það meðal annars Nick Bradford.

"Við vorum sárir eftir tapið í bikarnum gegn KR og ætluðum að sýna að þeir ættu ekki skilið að vinna okkur með 20 stigum. Nú er Nick Bradford kominn í þetta og karakterinn er allt annar um leið. Það er miklu skemmtilegra að spila með honum en með hinum Kananum sem var ekki nógu góður.

"Bradford talar bara mother fuckers á æfingu. Talar yfir allt og alla en samt eru allir vinir eftir æfingu. Svo vinnum við núna og hann fer beint upp í stúku til KR að segja einhverja vitleysu. Hann er alveg ótrúlegur og ekki hægt að fá betri karakter en þetta."


Tengdar fréttir

Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur

Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×